Kolbeinn mætir Bubu í kvöld: „Stefni á að klára bardagann snemma“ Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Kolbeinn Kristinsson er enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum og ætlar sér að bæta við enn einum sigrinum í kvöld Mynd/Kolbeinn Kolbeinn Kristinsson stígur inn í hnefaleikahringinn í kvöld og mætir hinum pólska Piotr "Bubu" Cwik. Kolbeinn er ósigraður á atvinnumannaferli sínum til þessa og getur með sigri í kvöld, hvað þá öruggum sigri komist ansi nálægt topp 50 sætum heimslistans í þungavigtarflokki. Bardagakvöldið fer fram í Vínarborg og er um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu eftir ár þar á undan þar sem að hann náði ekki að vera eins aktívur. Það hefur verið jákvætt fyrir hann að geta stigið svona reglulega inn í hringinn. „Það gefur manni alltaf mikið og sér í lagi eftir þessi ár á undan þar sem að ég náði ekki að keppa reglulega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi en andstæðingur hans í kvöld, Piotr á að baki níu bardaga á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum eftir að hafa áður keppt í bare knuckle boxing þar sem að ekki er keppt með boxhanska heldur bera hnefa. View this post on Instagram A post shared by VIENNA BOXING CHAMPIONSHIP (@viennaboxingchampionship) Piotr hefur nú unnið átta bardaga í röð en Kolbeini lýst vel á að mæta honum í Vínarborg í kvöld. „Það hefur hentað mér vel í gegnum tíðina að berjast við menn í hans stærð. Menn sem að eru aðeins minni en ég. Það er eins með alla þessa kappa í þungavigtarflokki, þeir geta allir slegið fast en leiðin til þess að verjast því er að gefa þeim ekki færi á því að slá mann. Ég ætla mér að nýta hraðann og snerpuna gegn honum, þreyta hann og ég stefni á að klára bardagann og það snemma.“ Samkvæmt MMA fréttum má búast við því að Kolbeinn stígi inn í hnefaleikahringinn í Vínarborg um níuleytið í kvöld þar sem að bardagi hans er sá níundi í röðinni í þriðja holli kvöldsins. Hægt er að kaupa streymi á hnefaleikakvöldið hér. Box Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Bardagakvöldið fer fram í Vínarborg og er um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu eftir ár þar á undan þar sem að hann náði ekki að vera eins aktívur. Það hefur verið jákvætt fyrir hann að geta stigið svona reglulega inn í hringinn. „Það gefur manni alltaf mikið og sér í lagi eftir þessi ár á undan þar sem að ég náði ekki að keppa reglulega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi en andstæðingur hans í kvöld, Piotr á að baki níu bardaga á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum eftir að hafa áður keppt í bare knuckle boxing þar sem að ekki er keppt með boxhanska heldur bera hnefa. View this post on Instagram A post shared by VIENNA BOXING CHAMPIONSHIP (@viennaboxingchampionship) Piotr hefur nú unnið átta bardaga í röð en Kolbeini lýst vel á að mæta honum í Vínarborg í kvöld. „Það hefur hentað mér vel í gegnum tíðina að berjast við menn í hans stærð. Menn sem að eru aðeins minni en ég. Það er eins með alla þessa kappa í þungavigtarflokki, þeir geta allir slegið fast en leiðin til þess að verjast því er að gefa þeim ekki færi á því að slá mann. Ég ætla mér að nýta hraðann og snerpuna gegn honum, þreyta hann og ég stefni á að klára bardagann og það snemma.“ Samkvæmt MMA fréttum má búast við því að Kolbeinn stígi inn í hnefaleikahringinn í Vínarborg um níuleytið í kvöld þar sem að bardagi hans er sá níundi í röðinni í þriðja holli kvöldsins. Hægt er að kaupa streymi á hnefaleikakvöldið hér.
Box Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira