Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 11:35 Sæmundur vaknaði við fréttir af rauðri viðvörun í Liverpool-borg. Fyrsta hugsun var skiljanlega að stórsigur hans manna væru í kortunum. aðsend Stórleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem átti að fara fram nú í hádeginu, hefur verið frestað vegna veðurs. Íslensk hjón sem gert höfðu sér ferð á leikinn deyja ekki ráðalaus og ætla að horfa á Manchester-liðin tapa í dag í staðinn. „Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira
„Við vöknuðum hérna eldsnemma í morgun og ætluðum að tygja okkur upp á Goodison park, en kíktum á miðlana og sjáum að leiknum hefur hreinlega verið frestað,“ segir Sæmundur Jón Jónsson sem staddur er í Liverpool borg ásamt konu sinni Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Guðlaug Elísabet við liðsrútuna.aðsend „Við vorum reyndar búin að sjá þessar veðurviðvaranir, rauð veðurviðvörun í Liverpool. Maður hélt náttúrulega að það væri bara af því að við værum að fara að vinna stórsigur á Everton.“ Sæmundur efast um að leikurinn verði spilaður á meðan þau hjón verði stödd ytra, enda stíft prógram framundan hjá Liverpool-mönnum sem hafa verið í fantaformi að undanförnu og unnið hvern leik á fætur öðrum með nýjan þjálfara í broddi fylkingar, hollendinginn Arne Slot. „Við vorum nú svo heppin samt, höfum verið hér í rúmlega viku og sáum frábæran leik gegn City. Svo skelltum við okkur í menningarferð til Newcastle og sáum þar æsispennandi leik“ Hjónin fylgdust með æsispennandi leik í Newcastle, úr gestastúkunni með stuðningsmönnum Liverpool.aðsend Mögnuðum leik Liverpool gegn Manchester City lauk með 2-0 sigri heimamanna. Og það í sömu viku og liðið lagði Real Madrid af velli.aðsend Spáð er stormi í dag þar en vindur mælist nú um 13 metrar á sekúndu, nokkuð sem Íslendingar myndu líklega bara láta sig hafa. Þess ber þó að geta að hellirignt hefur síðustu daga og líklegt að völlurinn sé morandi í pollum. „Núna er verið að kveðja Goodison og þetta var svona draumaleikurinn, að fara og vera á síðasta derby-leiknum á Goodison. Þannig þetta eru bara verulega mikil vonbrigði. En sem betur fer er Liverpool bara frábær borg,“ segir Guðlaug Elísabet. Þau deyja því ekki ráðalaus. „Við reiknum með að finna einhvern góðan pöbb hér í Liverpool og horfa á Crystal Palace og væntanlega Nottingham Forest. Þetta eru liðin sem eru að spila við Manchester-liðin, þannig við höldum auðvitað með Crystal Palace og Nottingham Forest.“ Leikurinn átti að fara fram á Goodison Park, heimavelli Everton sem mun færa sig um set á nýjan heimavöll fyrir næsta tímabil. getty
Bretland Enski boltinn Veður Íslendingar erlendis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira