Enski boltinn

Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola brást ókvæða við þegar stuðningsmaður Liverpool hreytti einhverju í hann.
Pep Guardiola brást ókvæða við þegar stuðningsmaður Liverpool hreytti einhverju í hann.

Félagar Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, þurftu að halda honum svo hann réðist ekki á mann úti á götu.

Myndband af atvikinu fór í dreifingu í gær. Ekki er vitað hversu gamalt það er en samkvæmt Sky Sports var myndbandið tekið eftir bikarúrslitaleik City og Manchester United síðasta vor.

Í myndbandinu sést Guardiola labba framhjá stuðningsmanninum sem sagði við hann: Bara því þú tapaðir. Guardiola sneri sér þá við og fór í átt að manninum. Félagar hans héldu aftur af honum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Guardiola sagði nokkrum sinnum við stuðningsmanninn: Veistu hvað tapaðist? Hann var svo leiddur í burtu.

City vann Nottingham Forest á miðvikudaginn, 3-1, en það var fyrsti sigur liðsins í átta leikjum. Guardiola hefur aldrei farið í gegnum jafn slæman tíma á stjóraferlinum.

City sækir Crystal Palace heim í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. City-menn eru í 4. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×