Rafa Benítez hefur áhuga á því að taka við norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Rafael Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í mars en hér sést hann meðal áhorfenda á leik í ítölsku deildinni. Getty/ James Gill Rafael Benítez segir það alveg koma til greina að taka við norska karlalandsliðinu í fótbolta. Umræða um Spánverjann sem næsta þjálfara norska liðsins flæðir um norska fjölmiðla þessa dagana. Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea. Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Norðmenn eru orðnir mjög þreyttir á því að bíða eftir að landsliðið þeirra fari að ná einhverjum árangri enda uppfullt af frábærum leikmanni. Benítez er staddur í Noregi og var gripinn í viðtal. Þessi fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Celta Vigo í mars. Norska ríkisútvarpið segir frá viðtali við Benítez í hlaðvarpsþættinum Bakrommet. Þar var spænski stjórinn spurður út í norska landsliðið og hvort hann hefði áhuga á því að taka við liðinu í framtíðinni. Telur þú að þetta sé gott lið? „Ég myndi íhuga það að taka við góðu liðu. Telur þú að þetta sé gott lið?“ spurði Benítez til baka. „Já,“ svaraði blaðamaður NRK. „Já þá myndi ég skoða það, Það gæti verið góð áskorun fyrir mig að taka við landsliði,“ sagði Benítez. Norska landsliðið er fullt af öflugum leikmönnum en hefur ekki komist á stórmót síðan sumarið 2000. Ståle Solbakken er þjálfari norska landsliðsins og hefur verið það frá því í desember 2020. Liðið hefur unnið 22 af 42 leikjum undir hans stjórn en um leið misst af einu stórmóti. Solbakken hefur ýjað að því að undankeppni eða úrslitakeppni HM 2026 gæti verið hans síðustu leikir með liðið. Ekki að flýta sér Benítez hefur mikið álit á norskum leikmönnum „Það sem mér líkar best við norsku leikmennina er að þeir eru fagmannlegir og vilja alltaf verða betri. Ég horfði líka á Noreg spila við Slóveníu og næstum því allan leikinn þeirra á móti Kasakstan. Þeir voru miklu betri í þessum leikjum, pressuðu vel og voru vel skipulagðir,“ sagði Benítez. „Kannski voru það samt nokkrir hlutir sem ég hefði gert öðruvísi þegar kemur að liðsskipulaginu,“ sagði Benítez. Hann tekur það þó fram að hann vilji ekki tjá sig um störf sem eru ekki laus. Hann er heldur ekkert að flýta sér í nýtt starf. Það þarf jafnvægi í liðið „Ég mun bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum. Ég tel samt að ég gæti komið liðinu á EM eða HM og reyna að ná árangri þar,“ sagði Benítez. „Liðið er með mjög góða leikmenn framarlega á vellinum. Vörnin er vel skipulögð en svo snýst þetta um að breyta nokkrum hlutum. Það þarf jafnvægi í liðið,“ sagði Benítez. Benítez er þekktastur fyrir að vinna Meistaradeildina með Liverpool en hann gerði Valencia einnig tvisvar að spænskum meisturum, Internazionale að heimsmeisturum félagsliða og vann Evrópudeildina með Chelsea.
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“