Enski boltinn

Fær Úlfaleikinn til bjarga starfinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julen Lopetegui hefur stýrt West Ham United í sextán leikjum. Aðeins fimm þeirra hafa unnist.
Julen Lopetegui hefur stýrt West Ham United í sextán leikjum. Aðeins fimm þeirra hafa unnist. getty/Mike Egerton

West Ham United ætlar ekki að reka Julen Lopetegui fyrir leikinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham tapaði fyrir Leicester City, 3-1, á þriðjudaginn og situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimmtán stig eftir fjórtán leiki.

Lopetegui tók við West Ham af David Moyes fyrir tímabilið en Spánverjinn þykir sitja í ansi heitu sæti.

Enskir fjölmiðlar greina þó frá því að hann verði ekki látinn fara fyrir leikinn mikilvæga gegn Wolves á mánudaginn. Úlfarnir eru í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar og talið er að starf stjóra þeirra, Garys O'Neil hangi á bláþræði.

Meðal stjóra sem hafa verið orðaðir við starfið hjá West Ham má nefna Sergio Conceicao og Graham Potter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×