Enski boltinn

Verið meiddur í fjögur og hálft ár

Sindri Sverrisson skrifar
Luke Shaw hefur lítið getað spilað með Manchester United síðasta árið.
Luke Shaw hefur lítið getað spilað með Manchester United síðasta árið. Getty/Joe Prior

Hinn 29 ára gamli Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, er algjörlega miður sín eftir að hafa í enn eitt skiptið á sínum ferli meiðst.

BBC hefur tekið saman hve lengi Shaw hefur verið frá keppni á sínum ferli. Fram að nýjustu meiðslum hans eru það 1.675 dagar, eða rúmlega fjögur og hálft ár.

Shaw hóf atvinnumannsferil sinn hjá Southampton 16 ára gamall, árið 2012, en hefur síðan þá verið frá keppni á 75 mislöngum tímabilum. Í 61 skipti hefur það verið vegna meiðsla en 14 sinnum vegna veikinda.

Shaw opnaði sig um nýjustu meiðsli sín í vikunni og sagðist algjörlega niðurbrotinn. „Ég hef farið í gegnum margt á mínum ferli, með mörgum hæðum og mörgum lægðum, en þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef lent í,“ skrifaði Shaw.

Þetta skrifaði Shaw þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum ýmis erfið meiðsli á ferlinum sem meðal annars drógu verulega úr þátttöku hans á EM í sumar. Hann tvífótbrotnaði með skelfilegum hætti árið 2015 og var þá frá keppni í 305 daga.

Shaw kom við sögu í 71% deildarleikja United á tímabilunum frá 2018-2023 en fráb yrjun síðasta tímabils hefur hann aðeins komið við sögu í 14 af 51 deildarleik liðsins, eða 18 af 73 leikjum í öllum keppnum. Hann hefur því misst af um þremur af hverjum fjórum leikjum síðustu sextán mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×