Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2024 12:20 Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru bjartsýn á að Samfylkingunni, Viðreisn og Flokki fólksins takist að mynda saman ríkisstjórn. Stöð 2/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar eru bjartsýn á að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins. Eftir kosningarnar blasti við gjörbreytt staða á Alþingi sem staðfesti breytingar á íslenska flokkakerfinu. Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni: Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má strax að loknum fréttum og Íslandi í dag ræða þau meðal annars nauðsyn þess að ný stjórn setji evrópumálin í ferli. Þorsteinn segir stöðu efnahagsmála mun verri en fráfarandi ríkisstjórn hafi látið í veðri vaka. Aðild að Evrópusambandinu yrði liður í að leiðrétta mikið kerfisvandamál á Íslandi þar sem eyða þyrfti stórum fjármunum til að halda uppi gengi krónunnar. „Vextir verða að vera mun hærri hér en í grannlöndunum til að halda uppi gengi krónunnar. Það veldur ekki bara erfiðleikum hjá þeim sem þurfa að borga þessa vexti, það veldur líka miklu misrétti í samfélaginu,“ segir Þorsteinn og ber saman kjör almennings á innlendum lánamarkaði og fyrirtækja í sjávarútvegi sem geri upp í evrum. „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir. Það er tímaspursmál hversu lengi þjóðin þolir þessa mismunun,“ sagði Þorsteinn í Samtalinu. Ingibjörg Sólrún sagði mikilvægt að hefja skipulagða umræðu um evrópumálin áður en farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka aðildarviðræðurnar upp að nýju. Aðild myndi hins vegar verða lyftistöng fyrir samfélagið. „Því skyldi aðild að Evrópusambandinu ekki verða lyftistöng fyrir íslenskt samfélag rétt eins og fyrir önnur samfélög sem hafa gengið í Evrópusambandið? Það hefur verið lyftistöng fyrir þau öll. Við skulum ekki horfa framhjá því. Ekki ætla ég að fara að líkja Íslandi saman við lönd austur Evrópu en það er nú þar sem átakapunkturinn er. Hvort sem það var Úkraína eða Georgía núna. Það er af því að þau líta til Evrópu og bera sig saman við ríki sem eru við hliðina sem hafa auðvitað hagnast mjög mikið af evrópusambandsaðild,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Samtalinu. Hér má sjá Samtalið í heild sinni:
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira