Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 13:31 Nicolas Jover kemur skilaboðum til leikmanna Arsenal fyrir eina hornspyrnu liðsins en knattspyrnustjórinn Mikel Arteta fylgist með. Getty/Mike Egerton Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en bæði mörkin i leiknum komu eftir hornspyrnur. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024 Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira