Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 19:17 Tiger Woods var léttur í bragði á blaðamannafundi á Bahamaeyjum. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist enn hafa eldmóðinn til þess að keppa, þrátt fyrir ítrekuð meiðsli en ljóst er að hann fer meiddur inn í nýtt ár. Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods. Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods.
Golf Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira