Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 14:49 Verðlaunahafar ásamt forseta og formanni ÖBÍ. ÖBÍ Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins. Fjögur hlutu tilnefningu: Dagbjört Andrésdóttir Frumkvæði að vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Fúsi, aldur og fyrri störf Höfundar: Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Múlaborg Leiðandi leikskóli sem leggur áherslu á inngildingu fatlaðra barna og starfsfólks þar sem öll fá þess notið að læra, vinna og leika. Taktu flugið, beibí Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Það kom í hlut Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að tilkynna verðlaunin. Gleðin var mikil hjá Sigfúsi Sveinbirni, Fúsa, sem felldi tár þegar Halla las upp verðlaunahafa. Að neðan má sjá svipmyndir frá samkomunni þar sem gleðin var við völd. Atli Þór Þorvaldsson, fulltrúi dómnefndar, orti vísu um verðlaunahafana í tilefni dagsins: „Fatlaðir sjást varla á sviði svo hefur verið um hríð þau hafa því lokið upp hliði sem gefur vonir um betri tíð Hún yrkir og skrifar sögur Hreinskilnin er eins og högg Og listin er einlæg og fögur Við kynnum hér Kolbrúnu Dögg Hér er annar sem fer út úr húsi Hann veit vel hvar sín er þörf Það er meistarinn Fúsi Með aldur og fyrri störf Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. ÖBÍ réttindasamtök standa samhliða því að átakinu Upplýst samfélag, þar sem stofnanir og fyrirtæki um allt land eru hvött til að lýsa fjólubláu og sýna réttindabaráttu fatlaðs fólks þannig stuðning. Bíó Paradís hlaut verðlaunin í fyrra fyrir átak í aðgengismálum í víðum skilningi. Að neðan má sjá rökstuðning fyrir tilnefningunum fjórum. Dagbjört Andrésdóttir Dagbjört Andrésdóttir hefur staðið fyrir umfangsmikilli vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Hún er einn höfunda heimildarmyndarinnar Acting Normal with CVI, en myndin fjallar um lífshlaup hennar og er fyrsta heimildarmyndinn sem gerð er um heilatengda sjónskerðingu í heiminum. Dagbjört, sem fékk fyrst greiningu á heilatengdri sjónskerðingu þegar hún var 26 ára gömul, hefur samhliða útgáfu myndarinnar veitt fjölda viðtala um heilatengda sjónskerðingu og bæði aukið vitund um skerðinguna og barist fyrir réttindum. Fúsi, aldur og fyrri störf (verðlaunahafi) Leiksýningin Fúsi, aldur og fyrri störf, markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Sýninguna skrifa frændurnir Sigfús Svanberg Sveinbjörnsson og Agnar Jón Egilsson en verkið fjallar um ævi hins fyrrnefnda. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskáld og leikari með þroskahömlun leikur og semur eigið verk í íslensku atvinnuleikhúsi. Leikverkið hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu og víðar um land við mikla hrifningu áhorfenda og var tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024. Fúsi, aldur og fyrri störf, er sett upp í samstarfi við sviðsliðstaframleiðandann Monochrome og List án landamæra. Múlaborg Leikskólinn Múlaborg við Ármúla er leiðandi hvað varðar inngildingu í víðum skilningi. Skólastarfið er án aðgreiningar en þar eru bæði fötluð börn og starfsmenn og starfsfólk og börn af erlendum uppruna. Með inngildingu í fyrirrúmi og aðgreiningarlausu skólastarfi hefur Múlaborg tryggt leikskólaumhverfi þar sem öll fá notið sín. Taktu flugið, beibí (verðlaunahafi) Taktu flugið, beibí er fyrsta leikverk sviðshöfundarins Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi. Kolbrún leikur sjálf í verkinu, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, en það byggir á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundar. Leikverkið Taktu flugið, beibí markar kaflaskil enda eykur það sýnileika og bætir birtingarmyndir fatlaðs fólks í íslensku atvinnuleikhúsi. Kolbrún Dögg hefur um áratugaskeið barist fyrir aðgengismálum og öðrum réttindamálum fatlaðs fólks. Félagsmál Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira
Fjögur hlutu tilnefningu: Dagbjört Andrésdóttir Frumkvæði að vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Fúsi, aldur og fyrri störf Höfundar: Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Múlaborg Leiðandi leikskóli sem leggur áherslu á inngildingu fatlaðra barna og starfsfólks þar sem öll fá þess notið að læra, vinna og leika. Taktu flugið, beibí Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Leikverk sem markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Það kom í hlut Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að tilkynna verðlaunin. Gleðin var mikil hjá Sigfúsi Sveinbirni, Fúsa, sem felldi tár þegar Halla las upp verðlaunahafa. Að neðan má sjá svipmyndir frá samkomunni þar sem gleðin var við völd. Atli Þór Þorvaldsson, fulltrúi dómnefndar, orti vísu um verðlaunahafana í tilefni dagsins: „Fatlaðir sjást varla á sviði svo hefur verið um hríð þau hafa því lokið upp hliði sem gefur vonir um betri tíð Hún yrkir og skrifar sögur Hreinskilnin er eins og högg Og listin er einlæg og fögur Við kynnum hér Kolbrúnu Dögg Hér er annar sem fer út úr húsi Hann veit vel hvar sín er þörf Það er meistarinn Fúsi Með aldur og fyrri störf Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. ÖBÍ réttindasamtök standa samhliða því að átakinu Upplýst samfélag, þar sem stofnanir og fyrirtæki um allt land eru hvött til að lýsa fjólubláu og sýna réttindabaráttu fatlaðs fólks þannig stuðning. Bíó Paradís hlaut verðlaunin í fyrra fyrir átak í aðgengismálum í víðum skilningi. Að neðan má sjá rökstuðning fyrir tilnefningunum fjórum. Dagbjört Andrésdóttir Dagbjört Andrésdóttir hefur staðið fyrir umfangsmikilli vitundarvakningu um heilatengda sjónskerðingu. Hún er einn höfunda heimildarmyndarinnar Acting Normal with CVI, en myndin fjallar um lífshlaup hennar og er fyrsta heimildarmyndinn sem gerð er um heilatengda sjónskerðingu í heiminum. Dagbjört, sem fékk fyrst greiningu á heilatengdri sjónskerðingu þegar hún var 26 ára gömul, hefur samhliða útgáfu myndarinnar veitt fjölda viðtala um heilatengda sjónskerðingu og bæði aukið vitund um skerðinguna og barist fyrir réttindum. Fúsi, aldur og fyrri störf (verðlaunahafi) Leiksýningin Fúsi, aldur og fyrri störf, markar tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi. Sýninguna skrifa frændurnir Sigfús Svanberg Sveinbjörnsson og Agnar Jón Egilsson en verkið fjallar um ævi hins fyrrnefnda. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskáld og leikari með þroskahömlun leikur og semur eigið verk í íslensku atvinnuleikhúsi. Leikverkið hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu og víðar um land við mikla hrifningu áhorfenda og var tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna árið 2024. Fúsi, aldur og fyrri störf, er sett upp í samstarfi við sviðsliðstaframleiðandann Monochrome og List án landamæra. Múlaborg Leikskólinn Múlaborg við Ármúla er leiðandi hvað varðar inngildingu í víðum skilningi. Skólastarfið er án aðgreiningar en þar eru bæði fötluð börn og starfsmenn og starfsfólk og börn af erlendum uppruna. Með inngildingu í fyrirrúmi og aðgreiningarlausu skólastarfi hefur Múlaborg tryggt leikskólaumhverfi þar sem öll fá notið sín. Taktu flugið, beibí (verðlaunahafi) Taktu flugið, beibí er fyrsta leikverk sviðshöfundarins Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi. Kolbrún leikur sjálf í verkinu, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, en það byggir á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundar. Leikverkið Taktu flugið, beibí markar kaflaskil enda eykur það sýnileika og bætir birtingarmyndir fatlaðs fólks í íslensku atvinnuleikhúsi. Kolbrún Dögg hefur um áratugaskeið barist fyrir aðgengismálum og öðrum réttindamálum fatlaðs fólks.
Félagsmál Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira