Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 22:33 Sam Morsy vill bara vera með venjulegt fyrirliðaband en ekki sýna LGBTQ+ fólki stuðning. Getty/Hannah Fountain Fótboltamaðurinn Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, neitaði að bera fyrirliðaband í regnbogalitum og sýna þannig stuðning við hinsegin fólk, í leik við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021. Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa í leikjum um helgina og í þessari viku sýnt stuðning við LGBTQ+ fólk og baráttuna fyrir tilverurétti þess í íþróttum. Því hafa fyrirliðar liðanna borið fyrirliðaband í regnbogalitunum, sem undirstrika fjölbreytileika mannfólksins, fyrir utan Morsy. Ipswich hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segist félagið bera virðingu fyrir ákvörðun hins 33 ára gamla Morsy, sem er landsliðsmaður Egyptalands. Ipswich have released a statement after captain Sam Morsy opted not to wear the rainbow armband which signifies the Premier League's Rainbow Laces campaign. pic.twitter.com/WW7jMQ0nCi— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 2, 2024 Ipswich segir að félagið leggi sig fram um að vera félag sem bjóði allt fólk velkomið. Það standi með LGBTQ+ samfélaginu í að stuðla að jafnrétti, og styðji við „Rainbow Laces“-herferð úrvalsdeildarinnar. Þetta hafi félagið gert og muni gera með virkum hætti, til að mynda á heimaleiknum við Crystal Palace á morgun. „Á sama tíma þá virðum við ákvörðun fyrirliðans okkar, Sam Morsy, sem kaus að bera ekki regnbogafyrirliðabandið af trúarástæðum,“ segir í tilkynningu frá Ipswich. Ipswich tapaði leiknum geng Forest um helgina, 1-0, og er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig en aðeins tveimur stigum frá 15. sæti. Morsy, sem er Múslimi, er fæddur og uppalinn á Englandi en á egypskan föður og enska móður. Hann hefur leikið með Ipswich frá árinu 2021.
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira