Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 30. nóvember 2024 11:44 Stimplar með listabókstöfum flokkanna sem eru í framboði í alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu. Gul viðvörun vegna norðanhríðar er nú í gildi á Norðausturlandi og erfið færð sums staðar. Eva Dís Pálmadóttir, varaformaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir að kosningarnar hafi farið af stað betur en þau þorðu að vona. Kjörsókn fari vel af stað og fólk komi nokkuð snemma á kjörstað. Sums staðar hafi heimreiðar verið ófærar en sveitarfélög hafi gripið til ráðstafana til að hjálpa fólki að komast leiðar sinnar. Kjörstjórnir eigi í góðu samstarfi við Vegagerðina sem stefni að því að opna þær leiðir sem hafa lokast. „Við erum vongóð um að allt gangi samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós,“ segir Eva Dís. Klukkan ellefu höfðu um 7,9 prósent kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði á kjörstað í Norðausturkjördæmi. Þá eru ótalin utankjörfundaratkvæði, að því er kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn kjördæmisins. Spáð er slæmu veðri og hættu á samgöngutruflunum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum í dag og fram á morgundaginn. Áhyggjur hafa jafnvel verið uppi um að fresta þyrfti kjörfundi á einhverjum stöðum vegna veðurs og færðar. Það tefði talningu atkvæða alls staðar á landinu. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Færð á vegum Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gul viðvörun vegna norðanhríðar er nú í gildi á Norðausturlandi og erfið færð sums staðar. Eva Dís Pálmadóttir, varaformaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir að kosningarnar hafi farið af stað betur en þau þorðu að vona. Kjörsókn fari vel af stað og fólk komi nokkuð snemma á kjörstað. Sums staðar hafi heimreiðar verið ófærar en sveitarfélög hafi gripið til ráðstafana til að hjálpa fólki að komast leiðar sinnar. Kjörstjórnir eigi í góðu samstarfi við Vegagerðina sem stefni að því að opna þær leiðir sem hafa lokast. „Við erum vongóð um að allt gangi samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós,“ segir Eva Dís. Klukkan ellefu höfðu um 7,9 prósent kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði á kjörstað í Norðausturkjördæmi. Þá eru ótalin utankjörfundaratkvæði, að því er kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn kjördæmisins. Spáð er slæmu veðri og hættu á samgöngutruflunum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum í dag og fram á morgundaginn. Áhyggjur hafa jafnvel verið uppi um að fresta þyrfti kjörfundi á einhverjum stöðum vegna veðurs og færðar. Það tefði talningu atkvæða alls staðar á landinu.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Færð á vegum Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira