Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir og Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifa 1. desember 2024 09:01 Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum. [1] Rannsókn í Massachussetts í Bandaríkjunum sýndi að 92% heimilislausra kvenna hefðu orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi er bæði fyrirboði og afleiðing heimilisleysis kvenna. Rannsóknir á lífi heimilislausra kvenna eru af skornum skammti, ekki síst hér á landi. Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur þeirra eru 42-43 ár, eða hátt í helmingi minni en annarra kynsystra þeirra. Þegar heimilislausar konur eru bornar saman við heimilislausa karla kemur í ljós að þær eru í mun meiri sjálfsvígsáhættu en þeir og þá er langt til jafnað þar sem heimilislaust fólk almennt er 35 sinnum líklegra til sjálfsvígs en þau sem ekki eru heimilislaus. [2] Þær eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem ýtir líka undir sjálfsvígshættu þeirra. Þá eru þær í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi ef þær glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir. [3] Sjötta grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um réttinn til lífs: Sérhver maður hefur meðfæddan rétt til lífs. Þennan rétt skal vernda með lögum. Engan mann má svipta lífi að geðþótta. Leilani Farha, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um ásættanlegt húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara og réttinum til að verða ekki fyrir mismunun að þessu leyti, fjallaði um réttinn til lífs, skv. 6. greininni, á fundi með mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna í júlí 2016.[4] Þar bendir hún á samband réttarins til lífs og réttarins til húsnæðis og hversu þröngt rétturinn til lífs hefur verið skilgreindur innan stofnana Sþ og vöntun á því að horfa á réttinn til viðunandi húsnæðis í samhengi við réttinn til að lifa í friði, öryggi og með reisn. Farha telur nauðsynlegt að horfa til þess að heimilisleysi og óviðandi búsetuaðstæður hafi ekki verið ávörpuð sem mannréttindabrot sem áríðandi sé að bregðast við. Hún bendir á að þetta eigi ekki bara við í fátækum löndum, lífslíkur heimilislausra kvenna í Bretlandi eru t.d. 43 ár. GREVIO – Nefnd Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi – gaf út skýrslu sína árið 2022 um stöðuna hér á landi en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl-samningsins - Samnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þar segir að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, svo sem konum af erlendum uppruna, konum með fötlun eða konum með vímuefnavanda. Þá er bent á að Konukot er ekki viðunandi úrræði fyrir þolendur ofbeldis en konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum með virkan vímuefnavanda hafa ekki í önnur hús að vernda. Ákvæði 4. gr. 3. mgr. Istanbúl-samningsins um vernd þolenda krefst þess að öllum konum sem búa við eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi sé veitt án nokkurrar mismununar. [5] Kynbundið ofbeldi á sér stað á skala þar sem kvenmorð eru lokastigið. Heimilislausar konur og konur með virkan vímuefnavanda búa við kerfislægt ofbeldi sem viðheldur kynbundnu ofbeldi í lífi þeirra með viðbragða- og úrræðaleysi. Kerfið er svo vanbúið að margar konur telja sig betur settar að fara aftur til ofbeldismanns þegar hitt valið er að vera heimilislaus. Þær þora heldur ekki að kæra þar sem þær fá enga vernd þegar kemur að eftirfylgni. Þá þurfa þær líka að lifa í stöðugum ótta þó svo að þær finni sér samastað. Staða þeirra kvenna sem eru með virkan vímuefnavanda og slæma reynslu af lögreglu er svo margfalt verri. Rétturinn til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda og hann ber fortakslaust að virða. Í réttindum til lífs felst bann við því að taka líf og hins vegar skyldan til að vernda réttinn til lífs. Því er mikilvægt að til staðar sé þekking og úrræði til að vinna að því að uppræta ofbeldi áður en það kemst á síðari stig skalans. Allar konur eiga að búa að réttinum til lífs án ofbeldis. Líka þær konur sem kerfislægt ofbeldi hefur hrakið út á ysta jaðar samfélagsins. Kristín I. Pálsdóttir er talskona Rótarinnar og Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona í Konukoti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: [1] Moss K, Singh P. 2015. Women Rough Sleepers in Europe: Homelessness and Victims of Domestic Abuse. Bristol University Press. [2]Sama heimild, bls. 46 [3]Anju Moni Rabha og Geet Bhuyan. 2024. Suicide Prevention in Homeless Individuals: Review of Current Evidence and Future Directions.Sjá: https://mentalhealthbulletin.org/suicide-prevention-in-homeless-individuals-review-of-current-evidence-and-future-directions/. [4]Sjá: https://www.ohchr.org/sites/default/files/Documents/Issues/Housing/TB/HousingPresentation.pdf. [5] GREVIO’s (Baseline) Evaluation Report on legislative and other measures giving effect to the provisions of the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence (Istanbul Convention) ICELAND. 2020. https://rm.coe.int/grevio-inf-2022-26-eng-final-report-on-iceland/1680a8efae. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Málefni heimilislausra Heimilisofbeldi Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum. [1] Rannsókn í Massachussetts í Bandaríkjunum sýndi að 92% heimilislausra kvenna hefðu orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi er bæði fyrirboði og afleiðing heimilisleysis kvenna. Rannsóknir á lífi heimilislausra kvenna eru af skornum skammti, ekki síst hér á landi. Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur þeirra eru 42-43 ár, eða hátt í helmingi minni en annarra kynsystra þeirra. Þegar heimilislausar konur eru bornar saman við heimilislausa karla kemur í ljós að þær eru í mun meiri sjálfsvígsáhættu en þeir og þá er langt til jafnað þar sem heimilislaust fólk almennt er 35 sinnum líklegra til sjálfsvígs en þau sem ekki eru heimilislaus. [2] Þær eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem ýtir líka undir sjálfsvígshættu þeirra. Þá eru þær í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi ef þær glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir. [3] Sjötta grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um réttinn til lífs: Sérhver maður hefur meðfæddan rétt til lífs. Þennan rétt skal vernda með lögum. Engan mann má svipta lífi að geðþótta. Leilani Farha, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um ásættanlegt húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara og réttinum til að verða ekki fyrir mismunun að þessu leyti, fjallaði um réttinn til lífs, skv. 6. greininni, á fundi með mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna í júlí 2016.[4] Þar bendir hún á samband réttarins til lífs og réttarins til húsnæðis og hversu þröngt rétturinn til lífs hefur verið skilgreindur innan stofnana Sþ og vöntun á því að horfa á réttinn til viðunandi húsnæðis í samhengi við réttinn til að lifa í friði, öryggi og með reisn. Farha telur nauðsynlegt að horfa til þess að heimilisleysi og óviðandi búsetuaðstæður hafi ekki verið ávörpuð sem mannréttindabrot sem áríðandi sé að bregðast við. Hún bendir á að þetta eigi ekki bara við í fátækum löndum, lífslíkur heimilislausra kvenna í Bretlandi eru t.d. 43 ár. GREVIO – Nefnd Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi – gaf út skýrslu sína árið 2022 um stöðuna hér á landi en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl-samningsins - Samnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þar segir að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, svo sem konum af erlendum uppruna, konum með fötlun eða konum með vímuefnavanda. Þá er bent á að Konukot er ekki viðunandi úrræði fyrir þolendur ofbeldis en konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum með virkan vímuefnavanda hafa ekki í önnur hús að vernda. Ákvæði 4. gr. 3. mgr. Istanbúl-samningsins um vernd þolenda krefst þess að öllum konum sem búa við eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi sé veitt án nokkurrar mismununar. [5] Kynbundið ofbeldi á sér stað á skala þar sem kvenmorð eru lokastigið. Heimilislausar konur og konur með virkan vímuefnavanda búa við kerfislægt ofbeldi sem viðheldur kynbundnu ofbeldi í lífi þeirra með viðbragða- og úrræðaleysi. Kerfið er svo vanbúið að margar konur telja sig betur settar að fara aftur til ofbeldismanns þegar hitt valið er að vera heimilislaus. Þær þora heldur ekki að kæra þar sem þær fá enga vernd þegar kemur að eftirfylgni. Þá þurfa þær líka að lifa í stöðugum ótta þó svo að þær finni sér samastað. Staða þeirra kvenna sem eru með virkan vímuefnavanda og slæma reynslu af lögreglu er svo margfalt verri. Rétturinn til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda og hann ber fortakslaust að virða. Í réttindum til lífs felst bann við því að taka líf og hins vegar skyldan til að vernda réttinn til lífs. Því er mikilvægt að til staðar sé þekking og úrræði til að vinna að því að uppræta ofbeldi áður en það kemst á síðari stig skalans. Allar konur eiga að búa að réttinum til lífs án ofbeldis. Líka þær konur sem kerfislægt ofbeldi hefur hrakið út á ysta jaðar samfélagsins. Kristín I. Pálsdóttir er talskona Rótarinnar og Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona í Konukoti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: [1] Moss K, Singh P. 2015. Women Rough Sleepers in Europe: Homelessness and Victims of Domestic Abuse. Bristol University Press. [2]Sama heimild, bls. 46 [3]Anju Moni Rabha og Geet Bhuyan. 2024. Suicide Prevention in Homeless Individuals: Review of Current Evidence and Future Directions.Sjá: https://mentalhealthbulletin.org/suicide-prevention-in-homeless-individuals-review-of-current-evidence-and-future-directions/. [4]Sjá: https://www.ohchr.org/sites/default/files/Documents/Issues/Housing/TB/HousingPresentation.pdf. [5] GREVIO’s (Baseline) Evaluation Report on legislative and other measures giving effect to the provisions of the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence (Istanbul Convention) ICELAND. 2020. https://rm.coe.int/grevio-inf-2022-26-eng-final-report-on-iceland/1680a8efae.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun