Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:21 Kylian Mbappe svekkir sig eftir að hafa klúðrað víti á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Franska stórblaðið L'Équipe hefur miklar áhyggjur af besta fótboltamanni Frakka, það er manninum sem átti að vera einn sá besti í heimi en hefur hvorki verið fugl né fiskur á síðustu vikum. Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Hér er auðvitað verið að tala um framherjann Kylian Mbappé. Draumafélagsskiptin til Real Madrid hafa verið miklu nær martröð til þessa á tímabilinu. Leikurinn á móti Liverpool í Meistaradeildinni var ákveðinn lágpunktur fyrir leikmanninn en honum var haldið í skefjum í leiknum á Anfield á miðvikudagskvöldið. Mbappé klúðraði síðan vítaspyrnu þegar hann gat jafnað metin og komið sínu liði inn í leikinn. Myndin af Mbappé á haus fór út um allt enda frekar táknræn fyrir frammistöðu hans í leiknum. Auk þessa er stórstjörnulið Real Madrid aðeins í 24. sæti í Meistaradeildinni og þarf því nauðsynlega á miklu meira að halda frá Mbappé. Eitt eru vandræði Mbappé með Real Madrid liðinu en annað er það að hann hefur ekki verið með franska landsliðinu í síðustu verkefnum. Orðrómur var um að hann vildi ekki spila lengur fyrir landsliðsþjálfarann Didier Deschamps sem neitaði því sjálfur. Staðreyndin er þó sú að hann valdi ekki Mbappé í landsliðshópinn. Þjálfari hans hjá Real Madrid, Carlo Ancelotti, talar aftur á móti um það að leikmanninn skorti sjálfstraust. Hann hefur nánast eingöngu skorað mörkin sín úr vítum og nú er hann farinn að klúðra þeim leik. Útlitið er ekki bjart. L'Équipe sendir því frá sér ákall á forsíðu sinni í dag og kallar eftir því að þjálfarar Mbappé hjá bæði Real og franska landsliðinu sem og forseti Real Madrid bjargi hreinlega leikmanninum. Forsíðumyndin er af Mbappé með fyrrnefnda menn að baki sér. Fyrirsögnin er síðan: „Il faut sauver le joueur Mbappé“ eða „Við verðum að bjarga Mbappé“ á íslensku. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira