Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson og Hreinn Pétursson skrifa 28. nóvember 2024 13:31 Eins og staðan er í dag er lítil sem engin nýliðun í fiskveiðikerfi Íslendinga enda erfitt að koma sér á legg í kerfi sem á að vera eign landsmanna en í dag er einkaeign fárra. Til að koma af stað nýliðun og efla veiðar á smábátum þarf að breyta leikreglum fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það þarf koma kerfinu þannig fyrir að smábátar geti fiskað í allt að 8 mánuði á ári án þess að standa í kvótaleigu. Við munum leggja fram tillögur sem við teljum henta við breytingu á kerfinu svo að jafnvægi verði náð. Það mun ekki gerast á einum degi. Kvótakerfið er gamalt kerfi sem þarf að þróast í þeim takti sem samfélagið stefnir. Eins og kerfið er sett upp í dag þjónar það ekki frjálsu einkaframtaki og heldur ekki hinum dreifðu byggðum. Þegar horft er yfir svið íslensks sjávarútvegs vakna fleiri spurningar en svör: Aðeins um 15% af fiski sem veiddur er á Íslandsmiðum fer á innlendan fiskmarkað. Af hverju gilda markaðslögmálin ekki í íslenskum sjávarútvegi? Er veiðigjaldið að virka ? Gjald sem átti að skila 10 milljörðum á ári hverju en hefur einungis náð því tvisvar, 2018 og 2023. Er stefna stjórnvalda í sjávarútvegi að þjappa kerfinu á hlutabréfamarkað? Unga fólkið er framtíðin okkar. Viljum við ekki að þau eigi möguleika á að hefja eigin rekstur í sjávarútvegi á grundvelli atvinnufrelsis? Viljum við að fyrirtæki í sjávarútvegi séu í fjárfestingum á leigufélögum, í samkeppni við ungt fólk við að kaupa sér sína fyrstu eign? Sjávarútvegsfyrirtæki byggja rekstur sinn á nýtingu sameiginlegrar auðlindar. Eiga þessi fyrirtæki þá ekki að skila arði til eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðarinnar? Allan fisk á markað! 20 stærstu útgerðir landsins eiga um 76,5% af öllum afla og selja sjálfum sér fiskinn til eigin fiskvinnslu. Þetta fyrirkomulag að geta selt sjálfum sér fiskinn með beinni sölu, beint í vinnsluna sína gerir sjálfstæðum vinnslum sem kaupa fisk á markaði erfitt fyrir. Bein sala útgerðar og vinnslu er 76% af veiddum afla, þetta skilur lítið eftir fyrir sjálfstæðar vinnslur sem reka ekki útgerð. Örfáar sjálfstæðar vinnslur eru eftir og aðeins tvær með starfsmenn nálægt 100. Einokun á aðal auðlind landsins er næstum búin að útrýma, því að sjálfstæðar fiskvinnslur geti þrifist og nýjar orðið til. Það þarf að skilja á milli útgerðar og vinnslu til að unnt sé að koma á viðunandi samkeppni á sviði sjávarútvegs. Það er ekkert sanngjarnt við það að útgerðir fái 20% afslátt af markaðsverði fyrir það eitt að eiga vinnslu og geta keypt fiskinn af sjálfum sér á verði sem Verðlagsstofa gefur út hverju sinni. Að vera með tvenns konar verðlagningu hérlendis fyrir sömu afurð er ekki rökrétt né eðlilegt. Annars vegar er það verð frá Verðlagsstofu til útgerðar sem á vinnslu og hins vegar verð frá reiknistofu fiskmarkaða til sjálfstæðu fiskvinnslunnar. Verðmunurinn getur verið 20% og alveg upp í 30% á fiskverði. Við viljum að verðlagning sé mynduð á frjálsum fiskmarkaði og þannig komið á eðlilegri samkeppni á auðlind landsmanna. Verð á óslægðum þorski frá báðum „söluaðilum“ Mismunur meðalverðs milli fiskmarkaða og útgerða náði 30% á nokkrum tímabilum. Þarna er ríkið og fólkið sem starfar um borð að missa tekjur. Með því að útgerðir fái að selja til þeirra sjálfra aflann hefur ríkisjóður orðið af 2.400 milljónum ef reiknað er með 30% mismun á meðalverði milli fiskmarkaða og útgerða. Sama dæmi má taka upp fyrir aðilana sem vinna um borð en þeir hafa orðið af tekjum líka. Útgerðir borga 33% af reiknuðum hagnaði á sölu veidds afla sem veiðigjald, en í rauninni borgar áhöfnin á skipinu þennan kostnað með svokölluðum "olíukostnaði" en hann er 30% af óskiptum hlut á sölu fisksins sem landað er sem útgerðin kaupir af sjálfri sér. Það er alger glöp að ekki sé ennþá búið að koma því upp að allur fiskur fari á markað og að við séum með tvöfalt sölukerfi fyrir sömu vöru. Sjávarútvegurinn er í 5 sæti hvað varðar heildarveltu fyrirtækja eða með um 486 milljarða. Lýðræðisflokkurinn hefur talað fyrir því að framtakssemi stuðli að sterku samfélagi. Við viljum efla trú almennings á einkaframtakið fremur en á miðstýrt ríkisvætt kerfi. Við eigum ekki að skattleggja dugnað , heldur að stuðla að frelsi einstaklings til sjálfbærni í eigin rekstri. Við þurfum ekki að festa fólk í hringekju annarra. Kommúnismi leið undir lok 1989 í Evrópu. Við eigum ekki að endurvekja hann hér á Íslandi. Höfundar: Arnar Jónsson 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi og Hreinn Pétursson 4. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Eins og staðan er í dag er lítil sem engin nýliðun í fiskveiðikerfi Íslendinga enda erfitt að koma sér á legg í kerfi sem á að vera eign landsmanna en í dag er einkaeign fárra. Til að koma af stað nýliðun og efla veiðar á smábátum þarf að breyta leikreglum fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það þarf koma kerfinu þannig fyrir að smábátar geti fiskað í allt að 8 mánuði á ári án þess að standa í kvótaleigu. Við munum leggja fram tillögur sem við teljum henta við breytingu á kerfinu svo að jafnvægi verði náð. Það mun ekki gerast á einum degi. Kvótakerfið er gamalt kerfi sem þarf að þróast í þeim takti sem samfélagið stefnir. Eins og kerfið er sett upp í dag þjónar það ekki frjálsu einkaframtaki og heldur ekki hinum dreifðu byggðum. Þegar horft er yfir svið íslensks sjávarútvegs vakna fleiri spurningar en svör: Aðeins um 15% af fiski sem veiddur er á Íslandsmiðum fer á innlendan fiskmarkað. Af hverju gilda markaðslögmálin ekki í íslenskum sjávarútvegi? Er veiðigjaldið að virka ? Gjald sem átti að skila 10 milljörðum á ári hverju en hefur einungis náð því tvisvar, 2018 og 2023. Er stefna stjórnvalda í sjávarútvegi að þjappa kerfinu á hlutabréfamarkað? Unga fólkið er framtíðin okkar. Viljum við ekki að þau eigi möguleika á að hefja eigin rekstur í sjávarútvegi á grundvelli atvinnufrelsis? Viljum við að fyrirtæki í sjávarútvegi séu í fjárfestingum á leigufélögum, í samkeppni við ungt fólk við að kaupa sér sína fyrstu eign? Sjávarútvegsfyrirtæki byggja rekstur sinn á nýtingu sameiginlegrar auðlindar. Eiga þessi fyrirtæki þá ekki að skila arði til eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðarinnar? Allan fisk á markað! 20 stærstu útgerðir landsins eiga um 76,5% af öllum afla og selja sjálfum sér fiskinn til eigin fiskvinnslu. Þetta fyrirkomulag að geta selt sjálfum sér fiskinn með beinni sölu, beint í vinnsluna sína gerir sjálfstæðum vinnslum sem kaupa fisk á markaði erfitt fyrir. Bein sala útgerðar og vinnslu er 76% af veiddum afla, þetta skilur lítið eftir fyrir sjálfstæðar vinnslur sem reka ekki útgerð. Örfáar sjálfstæðar vinnslur eru eftir og aðeins tvær með starfsmenn nálægt 100. Einokun á aðal auðlind landsins er næstum búin að útrýma, því að sjálfstæðar fiskvinnslur geti þrifist og nýjar orðið til. Það þarf að skilja á milli útgerðar og vinnslu til að unnt sé að koma á viðunandi samkeppni á sviði sjávarútvegs. Það er ekkert sanngjarnt við það að útgerðir fái 20% afslátt af markaðsverði fyrir það eitt að eiga vinnslu og geta keypt fiskinn af sjálfum sér á verði sem Verðlagsstofa gefur út hverju sinni. Að vera með tvenns konar verðlagningu hérlendis fyrir sömu afurð er ekki rökrétt né eðlilegt. Annars vegar er það verð frá Verðlagsstofu til útgerðar sem á vinnslu og hins vegar verð frá reiknistofu fiskmarkaða til sjálfstæðu fiskvinnslunnar. Verðmunurinn getur verið 20% og alveg upp í 30% á fiskverði. Við viljum að verðlagning sé mynduð á frjálsum fiskmarkaði og þannig komið á eðlilegri samkeppni á auðlind landsmanna. Verð á óslægðum þorski frá báðum „söluaðilum“ Mismunur meðalverðs milli fiskmarkaða og útgerða náði 30% á nokkrum tímabilum. Þarna er ríkið og fólkið sem starfar um borð að missa tekjur. Með því að útgerðir fái að selja til þeirra sjálfra aflann hefur ríkisjóður orðið af 2.400 milljónum ef reiknað er með 30% mismun á meðalverði milli fiskmarkaða og útgerða. Sama dæmi má taka upp fyrir aðilana sem vinna um borð en þeir hafa orðið af tekjum líka. Útgerðir borga 33% af reiknuðum hagnaði á sölu veidds afla sem veiðigjald, en í rauninni borgar áhöfnin á skipinu þennan kostnað með svokölluðum "olíukostnaði" en hann er 30% af óskiptum hlut á sölu fisksins sem landað er sem útgerðin kaupir af sjálfri sér. Það er alger glöp að ekki sé ennþá búið að koma því upp að allur fiskur fari á markað og að við séum með tvöfalt sölukerfi fyrir sömu vöru. Sjávarútvegurinn er í 5 sæti hvað varðar heildarveltu fyrirtækja eða með um 486 milljarða. Lýðræðisflokkurinn hefur talað fyrir því að framtakssemi stuðli að sterku samfélagi. Við viljum efla trú almennings á einkaframtakið fremur en á miðstýrt ríkisvætt kerfi. Við eigum ekki að skattleggja dugnað , heldur að stuðla að frelsi einstaklings til sjálfbærni í eigin rekstri. Við þurfum ekki að festa fólk í hringekju annarra. Kommúnismi leið undir lok 1989 í Evrópu. Við eigum ekki að endurvekja hann hér á Íslandi. Höfundar: Arnar Jónsson 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi og Hreinn Pétursson 4. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun