Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2024 11:20 Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar