Fór holu í höggi yfir húsið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 09:01 Bryson DeChambeau fagnaði því mjög vel þegar honum tókst loksins á sextánda degi að fara holu í högg. @brysondechambeau Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt. Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau)
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira