Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Jim Abrahams leikstýrði mörgum af fyndnustu myndum allra tíma. Stefanie Keenan/Getty Images Bandaríski leikstjórinn Jim Abrahams sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað og leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane! Police Squad! og Naked Gun er látinn. Hann var áttatíu ára gamall. Í umfjöllun Hollywood Reporter er haft eftir syni hans að hann hafi látist á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu. Abrahams skrifaði margar af þekktustu grínmyndum samtímans og leikstýrði þeim með vinum sínum bræðrunum Jerry og David Zucker. Tríóið gerði sína fyrstu mynd saman árið 1977 en það var myndin Kentucky Fried Movie. Þeir unnu svo saman að myndum likt og Animal House og Top Secret! Abrahams leikstýrði svo á eigin vegum myndum líkt og Big Business og Hot Shots! sem kom út árið 1993 og skartaði Charlie Sheen í aðalhlutverki. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að kvikmyndir Abrahams hafi þótt framúrskarandi fyrir einstakan húmor sinn og kaldhæðni í handriti sem aldrei hafði sést áður á hvíta tjaldinu. Ein frægasta mynd þeirra Airplane sem kom út árið 1980 varð til á tíma þar sem dramatískar og alvörugefnar kvikmyndir hvers söguþræðir gerðust í flugvélum voru allsráðandi. Abrahams og félagar hafi séð sér leik á borði. Bíó og sjónvarp Andlát Bandaríkin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í umfjöllun Hollywood Reporter er haft eftir syni hans að hann hafi látist á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu. Abrahams skrifaði margar af þekktustu grínmyndum samtímans og leikstýrði þeim með vinum sínum bræðrunum Jerry og David Zucker. Tríóið gerði sína fyrstu mynd saman árið 1977 en það var myndin Kentucky Fried Movie. Þeir unnu svo saman að myndum likt og Animal House og Top Secret! Abrahams leikstýrði svo á eigin vegum myndum líkt og Big Business og Hot Shots! sem kom út árið 1993 og skartaði Charlie Sheen í aðalhlutverki. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að kvikmyndir Abrahams hafi þótt framúrskarandi fyrir einstakan húmor sinn og kaldhæðni í handriti sem aldrei hafði sést áður á hvíta tjaldinu. Ein frægasta mynd þeirra Airplane sem kom út árið 1980 varð til á tíma þar sem dramatískar og alvörugefnar kvikmyndir hvers söguþræðir gerðust í flugvélum voru allsráðandi. Abrahams og félagar hafi séð sér leik á borði.
Bíó og sjónvarp Andlát Bandaríkin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira