Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir og Hjörtur Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 10:52 Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður hefur tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum og gegnir sífellt stærra hlutverki í íslensku efnahagslífi. Í dag er greinin ein af fjórum meginstoðum útflutnings á Íslandi, og vöxtur hennar endurspeglar hvernig nýsköpun, frumkvöðlastarf og öflug og hvetjandi starfsskilyrði geta knúið fram verðmætasköpun og aukinn efnahagslegan stöðugleika. Árið 2023 námu útflutningstekjur hugverkaiðnaðar 264 milljörðum króna, og spáð er að þær fari yfir 300 milljarða króna á þessu ári. Á síðustu fimm árum hafa útflutningstekjur greinarinnar um það bil tvöfaldast. Við lok þessa áratugar gæti hugverkaiðnaður orðið verðmætasta útflutningsstoð Íslands. Hugverkaiðnaður byggir á fjárfestingu í þróun á breiðum grunni sem nær allt frá tölvuleikjagerð og upplýsingatækni til líf- og heilbrigðistækni, lyfjaframleiðslu og hátækni á fjölbreyttum sviðum. Drifkraftur hugverkaiðnaðar Þennan árangur má þakka elju og framlagi þeirra 18.350 einstaklinga sem starfa í greininni. Starfsfólk fyrirtækja í hugverkaiðnaði býr yfir framúrskarandi hæfni en störf í hugverkaiðnaði eru heilt yfir háframleiðnistörf. Þá hefur áhersla stjórnvalda á stuðning við rannsóknir og þróun verið lykilþáttur í hröðum vexti greinarinnar. Með skattahvötum hefur Ísland byggt upp umhverfi þar sem frumkvöðlar fá ríkt tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Mikilvægt fyrir framtíð Íslands Áframhaldandi vöxtur hugverkaiðnaðar hefur mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið. Aukning í útflutningstekjum og fjölgun starfa í greininni dregur úr sveiflum í hagkerfinu og eykur stöðugleika. Stefnumörkun stjórnvalda á síðustu árum hefur einnig leitt til þess að Ísland er nú í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun. Það var því mjög ánægjulegt að Alþingi skyldi festa í sessi áframhaldandi stuðning við hugverkaiðnað. Slíkur stuðningur skapar nauðsynlegan fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki til að fjárfesta og stækka. Næsta ríkisstjórn ber ábyrgð á því að viðhalda stöðugri umgjörð og hvötum til nýsköpunar sem styður við aukna verðmætasköpun á Íslandi. Við hvetjum sannarlega til þess og að hún vinni markvisst með iðnaðinum að því að sækja tækifærin. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni um mannauð og fjárfestingar er nauðsynlegt að Íslendingar haldi áfram að laða til sín hæfileikafólk og fjárfesta í rannsóknum, þróun og mannauði. Samstarf Samtaka iðnaðarins og og stjórnvalda getur tryggt sérstöðu Íslands sem nýsköpunarlands í fremstu röð. Höldum áfram! Hugverkaiðnaður er grein sem byggir á mannauði, fjárfestingu í nýsköpun og drifkrafti frumkvöðla. Með skýrri stefnu næstu ríkisstjórnar um áframhaldandi öfluga umgjörð fyrir nýsköpun getur hugverkaiðnaður orðið burðarás íslensks efnahagslífs. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að tryggja stöðuga og fyrirsjáanlega umgjörð fyrir nýsköpun og áframhaldandi vöxt hugverkaiðnaðar, sem mun leiða til bættra lífskjara og aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Samtakamáttur stjórnvalda, atvinnulífs og frumkvöðla er lykillinn að því að Ísland verði enn frekar þekkt sem hugmyndalandið – land þar sem hugvit og nýsköpun skapa verðmæti og velsæld fyrir alla. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun