Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Jude Bellingham á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Real Madrid. getty/Jess Hornby Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, hefur útskýrt af hverju hann ræddi ekki við fjölmiðla á meðan Evrópumótinu í Þýskalandi stóð. Hann segir að fjölmiðlamenn hafi ekki látið fjölskyldu sína vera. „Það var fjallað um þetta eins og ég væri yfir þetta hafinn en það var ekki þannig,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Þetta snerist um að fjölmiðlamenn fóru og hittu fjölskyldu mína meðan ég var á mótinu, meðal annars ömmu mína og afa. Mér fannst það ekki rétt og vera virðingarleysi. Ég tók því persónulega og ákvað að einbeita mér bara að fótboltanum og láta verkin tala, í staðinn fyrir að tala við fjölmiðla sem virða mig greinilega ekki.“ Bellingham segir að ágengni fjölmiðla hafi truflað fjölskyldu hans á meðan EM var í gangi. „Fjölskyldan er í fyrsta sæti. Amma mín vildi ekki fara út úr húsi allt sumarið. Kannski hefði ég átt að láta vita af því svo fólk skildi mína hlið en þetta var aðeins persónulegra svo ég ákvað að halda mér saman,“ sagði Bellingham sem skoraði tvö mörk á EM þar sem Englendingar komust alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 2-1. Bellingham hefur verið öllu rólegri í vetur en í byrjun síðasta tímabils. Þá skoraði hann fjórtán mörk í fyrstu fimmtán leikjum sínum fyrir Real Madrid í öllum keppnum. Nú eru mörkin aðeins tvö í fjórtán leikjum. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. EM 2024 í Þýskalandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Slæmt gengi gestanna heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Sjá meira
„Það var fjallað um þetta eins og ég væri yfir þetta hafinn en það var ekki þannig,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Þetta snerist um að fjölmiðlamenn fóru og hittu fjölskyldu mína meðan ég var á mótinu, meðal annars ömmu mína og afa. Mér fannst það ekki rétt og vera virðingarleysi. Ég tók því persónulega og ákvað að einbeita mér bara að fótboltanum og láta verkin tala, í staðinn fyrir að tala við fjölmiðla sem virða mig greinilega ekki.“ Bellingham segir að ágengni fjölmiðla hafi truflað fjölskyldu hans á meðan EM var í gangi. „Fjölskyldan er í fyrsta sæti. Amma mín vildi ekki fara út úr húsi allt sumarið. Kannski hefði ég átt að láta vita af því svo fólk skildi mína hlið en þetta var aðeins persónulegra svo ég ákvað að halda mér saman,“ sagði Bellingham sem skoraði tvö mörk á EM þar sem Englendingar komust alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 2-1. Bellingham hefur verið öllu rólegri í vetur en í byrjun síðasta tímabils. Þá skoraði hann fjórtán mörk í fyrstu fimmtán leikjum sínum fyrir Real Madrid í öllum keppnum. Nú eru mörkin aðeins tvö í fjórtán leikjum. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
EM 2024 í Þýskalandi Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Slæmt gengi gestanna heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Sjá meira