Carragher segir Salah vera eigingjarnan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Liverpool á tímabilinu. Getty/ John Powell Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sjónvarpsmaður, er allt annað en sáttur með viðtalið sem Mohamed Salah gaf eftir leik helgarinnar. Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Sjá meira
Salah bjargaði Liverpool með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik í 3-2 endurkomusigri á Southampton. Hann gaf stutt viðtal eftir leik þar sem hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni að hann væri á förum frá Liverpool. Það væri vegna þess að hann hefði ekki fengið neitt tilboð um að framlengja samninginn sinn. „Ég hef verið hérna í langan tíma og það er ekkert félag eins og Liverpool. Það eru vonbrigði að fá ekkert tilboð en við skulum bíða og sjá,“ var haft eftir Salah. Carragher er sannfærður um að viðræður hafi farið fram en vandamálið sé að Salah vilji fá miklu meira en Liverpool er tilbúið að bjóða, hvort sem það eru laun eða lengd samningsins. Hann vonast eftir því að félagið og leikmaðurinn geti mæst á miðri leið. „Ég er mjög vonsvikinn með Salah og þetta viðtal sem hann gaf eftir leikinn og kom út í dag. Liverpool er að fara að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku og svo bíður leikur á móti Manchester City um komandi helgi,“ sagði Carragher á Sky Sports. Carragher benti á það að Salah hafi aðeins tvisvar sinnum gefið viðtal eftir leik á öllum ferli sínum með Liverpool fyrir leikinn um helgina. Hann hafi síðan allt í einu ákveðið að gefa viðtal eftir útileik á móti Southampton. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool á þessu tímabili er ekki framtíð Salah, framtíð Van Dijk eða framtíð Alexander-Arnold. Það mikilvægasta er að Liverpool vinni ensku deildina. Það er miklu mikilvægara en þessir leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef hann heldur áfram að koma með svona yfirlýsingar eða umboðsmaður hann reynir að senda út fleiri dulbúin skilaboð á samfélagsmiðlum þá tel ég hann vera mjög eigingjarnan. Hann er að hugsa um sjálfan sig en ekki um fótboltafélagið,“ sagði Carragher eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool er með átta stiga forystu á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fmZnuEurFr8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Sjá meira