Harry Potter í ástralska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 06:33 Harry Potter lék sinn fyrsta landsleik á dögunum og hafði líka húmor fyrir nafninu sínu. Getty/Ross Parker Harry Potter lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir ástralska landsliðið í ruðningi. Hann skoraði við það tilefni á blaðamenn að finna upp á einhverjum frumlegum orðaleikjum með nafnið hans. Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum. Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu. Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn. Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi. Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“. Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina. „Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi. „Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Rugby JOE (@rugbyjoe) Rugby Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum. Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu. Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn. Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi. Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“. Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina. „Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi. „Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Rugby JOE (@rugbyjoe)
Rugby Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira