„Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:02 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Richard Pelham Ruben Amorim, stjóri Man. Utd, var vissulega raunsær á framhaldið í viðtali eftir 1-1 jafntefli Manchester United á móti Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
United fékk draumabyrjun, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Amorim, með marki eftir aðeins 81 sekúndu en dagurinn endaði með ósannfærandi jafntefli á móti einu af neðstu liðum deildarinnar. Amorim hafði ekki langan tíma til að vinna með leikmönnum sínum en ákvað engu að síður að skipta yfir í 3-4-2-1 leikkerfið sitt. Hann segist ætla að halda í sín gildi á nýjum stað þrátt fyrir einhverja erfiðleika í byrjun. „Ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina en við erum að breyta svo miklu á þessum tímapunkti og við förum í gegnum fullt af leikjum á sama tíma,“ sagði Ruben Amorim. „Við munum þurfa að þjást í langan tíma og við munum reyna að vinna leiki en þetta mun taka tíma,“ sagði Amorim. „Við verðum að vinna leiki en við hefðum tapað þessum leik ef ekki væri fyrir Onana í markinu. Við verðum að átta okkur á því að þessir strákar fengu bara tvo daga af æfingum til að takast á við svona miklar breytingar,“ sagði Amorim. „Það er mjög erfitt fyrir leikmennina að ráða við þetta allt saman. Ég tel að ég sé hingað kominn á miðju tímabili til að vinna okkur út úr þeim hlutum sem liðið var að gera áður,“ sagði Amorim. „Á næsta ári á sama tíma þá verðum við að glíma við sömu vandamál ef við byrjum ekki að laga þetta núna. Við tökum áhættu með þessu og við þjáumst aðeins en við verðum betri á næsta ári. Þetta snýst um að taka þessa áhættu,“ sagði Amorim. „Leikmennirnir eru að hugsa of mikið af því að við erum að breyta svo miklu á svo stuttum tíma. Það sem ég sá í dag var að leikmennirnir mínir voru að reyna. Þeir eru virkilega að reyna. Mér fannst þeir vera að reyna að gera það sem ég bað þá um,“ sagði Amorim. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira