Innlent

Fyrstu lotu læknaverkfalls af­lýst

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari. Vísir

Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun.

Fundur samninganefndar ríkis og lækna stendur enn yfir í karphúsinu en gert er ráð fyrir að haldið verði áfram á morgun.

„Við erum bara tæknileg hérna, tæknileg útfærsla á því sem við eigum eftir er tímafrek. Við hefðum auðvitað viljað klára það í kvöld en við náum því ekki,“ segir Ástráður.

Fundurinn fer að klárast og gert er ráð fyrir því að þráðurinn verði tekinn upp á morgun.

Í tölvupósti Læknafélagsins til félagsmanna segir að viðræður við ríkið hafi þokast langt í samkomulagsátt. Þess vegna sé það mat samninganefndar að í þessari stöðu sé hið rétta að aflýsa fyrstu lotu verkfallsins, sem átti að hefjast nú á miðnætti.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×