Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 15:30 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“ Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira