Fótbolti

Ingi­björg og Haf­rún nálgast Emilíu

Sindri Sverrisson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir stóð í vörn Bröndby í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir stóð í vörn Bröndby í dag. vísir/Sigurjón

Landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í liði Bröndby í dag þegar liðið vann 2-0 útisigur gegn Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Nanna Christiansen og Agnete Nielsen skoruðu mörkin á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Eftir sigurinn er Bröndby með 27 stig í 3. sæti, eftir 14 umferðir, nú þremur stigum á eftir Nordsjælland

Nordsjælland varð nefnilega að sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn AGF sem er í 6. sæti.

Landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Nordsjælland en ekki á meðal markaskorara að þessu sinni.

Fortuna Hjörring er á toppi deildarinnar með 36 stig, eftir 2-1 útisigur gegn OB.

Emilía Óskarsdóttir var ekki með Köge í 5-0 sigri gegn B.93, en hún sleit krossband í hné í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×