Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 11:02 Ian Holloway tók nýverið við sem knattspyrnustjóri Swindon Town og óttast að það sé reimt á æfingasvæði liðsins. Getty/George Wood Knattspyrnustjórinn Ian Holloway, sem tók við Swindon Town á Englandi í október, telur að slæmt gengi liðsins gæti verið vegna þess að reimt sé á æfingavelli liðsins. Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl. Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl.
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira