Eins og að setja bensín á díselbíl Boði Logason skrifar 23. nóvember 2024 15:00 Kristján Þór Gunnarsson læknir er fyrsti gestur í Heilsuvarpinu. ST Kristján Þór Gunnarsson, læknir og gestur í fyrsta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms, leggur áherslu á mikilvægi þess að finna nýjar leiðir til að takast á við faraldur krónískra langvinnra veikinda, sem hann kallar samfélagssjúkdóma. Í þættinum kemur meðal annars fram að meirihluti Íslendinga sé á lyfseðilskyldum lyfjum, heilbrigðum æviárum okkar sé að fækka og börn farin að greinast með efnaskiptavillu og aðra lífsstílstengda sjúkdóma og með einkenni sem fyrr á tímum voru eingöngu vegna of mikillar áfengisdrykkju eins og fitulifur. Höfum normalíserað lífshætti sem leiða til sjúkdóma Kristján segir í þættinum að allt of stór hópur lifi nánast eingöngu á gjörunnum matvælum og við höfum normalíserað lífshætti sem leiða til sjúkdóma. Stærsti hluti þeirra peninga sem við setjum í heilbrigðiskerfið fari í að takast á við þessa sjúkdóma. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið eitt og sér geti ekki ráðið við vandann, heldur þurfi samfélagslegt átak til að ráðast að rótum vandans með forvörnum og hvatningu til heilbrigðari lífshátta sem draga úr veikindum. Kristján telur að almennt ætti ekki að mæla með fræolíum í stað mettaðrar fitu og að við höfum gert dýrkeypt mistök með því að ráðleggja fólki að sniðganga dýrafitu. Hann útskýrir að dýrafita sé ekki í sjálfu sér slæm, en gæði fitunnar eru betri þegar hún kemur frá grasbítandi dýrum. Ráðleggingar landlæknisembættisins í dag séu að skipta út hluta af mettuðu fitunni fyrir fræolíur - það lækki LDL kólesteról í blóði og minnki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Embættið leggi einnig til að takmarka neyslu á mjólkurvörum með mikilli mettaðri fitu eins og nýmjólk, rjóma, feitum ostum og smjöri, sem gangi gegn því sem Kristján segir og fjöldi annarra vísindamanna haldi fram í dag. Spurður að mælingum á slæmri blóðfitu í formi kólesteróls segir hann að heildarkólesteról segi í flestum tilvikum ekki mikið. Samsetning þess skipti meira máli en heildarmagn þess. Kristján bendir á að hlutfallið milli þrýglýseríða og HDL (góða kólesterólsins) sé góður mælikvarði á hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Breyting þegar tóbaksfyrirtækin tóku yfir matvælaiðnaðinn „Þróunarlíffræðin getur hjálpað okkur að skilja mikilvægi fæðunnar okkar,“ segir Kristján og tekur fram að með því að skoða hvernig mataræði okkar hafi þróast og hvað breyttist á seinni hluta síðari aldar sem olli því að upp úr 1975 fór fólk að þyngjast verulega. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpið sem kemur út alla mánudaga.Aðsend Á þessum tíma fóru tóbaksfyrirtækin að fjárfesta í matvælaiðnaðinum, fræolíur, sykur og háfrúktósa kornsíróp urðu alltumlykjandi og gjörunninn matvæli vaxandi hluti fæðunnar okkar. Þessi þróun hafi leitt af sér að stór hluti fólks sé með efnaskiptavillu sem síðan leiði af sér alla þessa sjúkdóma. Hann útskýrir hvernig frúktósi brotnar niður í lifrinni á svipaðan hátt og áfengi og það sé þessi matvara sem valdi slæmri blóðfitu og auki bólgur í líkamanum, ekki mettaða fitan. Við verðum að líta á mat ekki bara út frá hitaeiningum Kristján útskýrir mikilvægi hvatbera, orkustöðva frumnanna okkar, sem umbreyta orkunni úr matnum okkar í þá orku sem líkaminn þarf. Hann bendir á að við verðum að líta á mat ekki bara út frá hitaeiningum heldur hvaða skilaboð hann gefur efnaskiptunum. Að nota sykur og fræolíur sé eins og að setja bensín á díselbíl; þessi efni valdi „óhreinum bruna“ og skapa úrgangsefni og oxun sem séu skaðleg fyrir líkamann og valda bólgum. Fræolíur sem mælt sé með í næringarráðleggingum Landlæknis séu dæmi um fæðutegundir sem valda óhreinum bruna hvatberanna og áherslan á þær ætti ekki að vera í þessum leiðbeiningum. Fræolíur séu mjög unnar og fari í gegnum lágmark fimm ferli og þar byrji oxun og skemmd á olíunum. Notaður sé hiti og kemísk efni til að ná olíunni úr fræjunum, þær séu illa lyktandi svo fair þær í gegnum aflyktunarferli og svo bleiktar. Hann telur að áherslan á fræolíur í næringarráðleggingum landlæknis ætti ekki að vera vera til staðar. Í þættinum varar Kristján við notkun þessara olía við steikingu, þar sem þær hafa lágþol fyrir hita og framleiða transfitur við of hátt hitastig. Hann segir jafnframt að ólífuolía henti ekki vel af sömu orsökum. Hann bendir á að þegar að við kaupum djúpsteiktan skyndibita séum við að borða olíur sem hafi verið margsinnis hitaðar og að nautatólg hafi verið notað til djúpsteikingar til 1970 sem sé mun betri kostur, því það þoli hita án þess að eyðileggjast. Hann mælir því með að nota fitu eins og nautatólg og avókadó olíu við steikingu. Kristján Þór bendir jafnframt á að hlutfall omega 6 fitusýra sé allt of hátt í fæði okkar gagnvart omega 3 fitusýrum og þessar fræolíur innihaldi hátt hlutfall þeirra fyrrnefndu. Sex atriði sem ógna heilsunni „Ef ég ætti að segja á einfaldan hátt hvað er það sem ógnar eða ákvarðar heilsu þá er það er lélegt matarræði, hreyfingarleysi, langvinn streita, of lítill eða lélegur svefn, það er náttúruleysi – náttúran er gífurlega öflug í því hvernig hún hefur áhrif á genin okkar, tjáningu þeirra, líðan og hormóna. Svo er það efnasúpan,“ segir Kristján. „Það er augljóst að við búum í umhverfi sem hentar ekki líffræðinni okkar. Við eigum að setja okkur reglur og segja þær við okkur, svona persónulegt gildakerfi, til dæmis ég reyki ekki, ég drekk áfengi í hófi, ég borða ekki gervimat, ég reyni að borða eins hreinan mat og ég get og ég drekk ekki sykur.“ Spurður út í hvernig breytingar við þurfum til að snúa við þessari þróun segir Kristján að við höfum tækifæri til að setja stefnu. „Við þurfum að breyta módelinu hvað varðar langvinna sjúkdóma, við þurfum að fyrirbyggja að svona margir verði veikir. Við þurfum að breyta samfélaginu þannig að færri verði veikir. Draumurinn minn væri að fólk hefði allar upplýsingar til að bera ábyrgð á eigin heilsu. Við þurfum að passa upp á að skólamaturinn sé hollur, við þurfum að búa til umhverfi þar sem börnum finnst ekki eðlilegt að drekka sykrað gos og nammi oft í viku, og umhverfi þar sem börnin njóta sín í hreyfingu en eru ekki í kyrrsetu og skjátækjum.“ Kristján bætir við að merkja þurfi gjörunnin matvæli og jafnvel setja á sykurskatt. Það þurfi einnig að banna sölu á gjörunnum matvælum þar sem börn eru aðalkaupendur eins og í íþróttahúsunum. Allt morgunkorn er gjörunnin matvæli Kristján klykkir síðan út með góðum ráðum fyrir daginn, fyrsta máltíð dagsins sé lykilatriði til að vera ekki í eilífum blóðsykurssveiflum yfir daginn. „Allt morgunkorn flokkast sem gjörunnin matvæli. Blóðsykurinn rýkur upp af þessu og svo kemur þörf í meira. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins til að fá ekki þennan sykurtopp og byrja rússíbanann yfir daginn.“ Kristján segir að ef fólk vilji borða hafragraut í morgunmat mælir hann með smá fitu og próteini til að koma í veg fyrir blóðsykurhækkun. Egg og grísk jógúrt séu líka góður morgunmatur. Nálgast má fleiri þætti úr Heilsuvarpinu á vefsíðu Tals. Heilsa Hlaðvörp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Í þættinum kemur meðal annars fram að meirihluti Íslendinga sé á lyfseðilskyldum lyfjum, heilbrigðum æviárum okkar sé að fækka og börn farin að greinast með efnaskiptavillu og aðra lífsstílstengda sjúkdóma og með einkenni sem fyrr á tímum voru eingöngu vegna of mikillar áfengisdrykkju eins og fitulifur. Höfum normalíserað lífshætti sem leiða til sjúkdóma Kristján segir í þættinum að allt of stór hópur lifi nánast eingöngu á gjörunnum matvælum og við höfum normalíserað lífshætti sem leiða til sjúkdóma. Stærsti hluti þeirra peninga sem við setjum í heilbrigðiskerfið fari í að takast á við þessa sjúkdóma. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið eitt og sér geti ekki ráðið við vandann, heldur þurfi samfélagslegt átak til að ráðast að rótum vandans með forvörnum og hvatningu til heilbrigðari lífshátta sem draga úr veikindum. Kristján telur að almennt ætti ekki að mæla með fræolíum í stað mettaðrar fitu og að við höfum gert dýrkeypt mistök með því að ráðleggja fólki að sniðganga dýrafitu. Hann útskýrir að dýrafita sé ekki í sjálfu sér slæm, en gæði fitunnar eru betri þegar hún kemur frá grasbítandi dýrum. Ráðleggingar landlæknisembættisins í dag séu að skipta út hluta af mettuðu fitunni fyrir fræolíur - það lækki LDL kólesteról í blóði og minnki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Embættið leggi einnig til að takmarka neyslu á mjólkurvörum með mikilli mettaðri fitu eins og nýmjólk, rjóma, feitum ostum og smjöri, sem gangi gegn því sem Kristján segir og fjöldi annarra vísindamanna haldi fram í dag. Spurður að mælingum á slæmri blóðfitu í formi kólesteróls segir hann að heildarkólesteról segi í flestum tilvikum ekki mikið. Samsetning þess skipti meira máli en heildarmagn þess. Kristján bendir á að hlutfallið milli þrýglýseríða og HDL (góða kólesterólsins) sé góður mælikvarði á hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Breyting þegar tóbaksfyrirtækin tóku yfir matvælaiðnaðinn „Þróunarlíffræðin getur hjálpað okkur að skilja mikilvægi fæðunnar okkar,“ segir Kristján og tekur fram að með því að skoða hvernig mataræði okkar hafi þróast og hvað breyttist á seinni hluta síðari aldar sem olli því að upp úr 1975 fór fólk að þyngjast verulega. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpið sem kemur út alla mánudaga.Aðsend Á þessum tíma fóru tóbaksfyrirtækin að fjárfesta í matvælaiðnaðinum, fræolíur, sykur og háfrúktósa kornsíróp urðu alltumlykjandi og gjörunninn matvæli vaxandi hluti fæðunnar okkar. Þessi þróun hafi leitt af sér að stór hluti fólks sé með efnaskiptavillu sem síðan leiði af sér alla þessa sjúkdóma. Hann útskýrir hvernig frúktósi brotnar niður í lifrinni á svipaðan hátt og áfengi og það sé þessi matvara sem valdi slæmri blóðfitu og auki bólgur í líkamanum, ekki mettaða fitan. Við verðum að líta á mat ekki bara út frá hitaeiningum Kristján útskýrir mikilvægi hvatbera, orkustöðva frumnanna okkar, sem umbreyta orkunni úr matnum okkar í þá orku sem líkaminn þarf. Hann bendir á að við verðum að líta á mat ekki bara út frá hitaeiningum heldur hvaða skilaboð hann gefur efnaskiptunum. Að nota sykur og fræolíur sé eins og að setja bensín á díselbíl; þessi efni valdi „óhreinum bruna“ og skapa úrgangsefni og oxun sem séu skaðleg fyrir líkamann og valda bólgum. Fræolíur sem mælt sé með í næringarráðleggingum Landlæknis séu dæmi um fæðutegundir sem valda óhreinum bruna hvatberanna og áherslan á þær ætti ekki að vera í þessum leiðbeiningum. Fræolíur séu mjög unnar og fari í gegnum lágmark fimm ferli og þar byrji oxun og skemmd á olíunum. Notaður sé hiti og kemísk efni til að ná olíunni úr fræjunum, þær séu illa lyktandi svo fair þær í gegnum aflyktunarferli og svo bleiktar. Hann telur að áherslan á fræolíur í næringarráðleggingum landlæknis ætti ekki að vera vera til staðar. Í þættinum varar Kristján við notkun þessara olía við steikingu, þar sem þær hafa lágþol fyrir hita og framleiða transfitur við of hátt hitastig. Hann segir jafnframt að ólífuolía henti ekki vel af sömu orsökum. Hann bendir á að þegar að við kaupum djúpsteiktan skyndibita séum við að borða olíur sem hafi verið margsinnis hitaðar og að nautatólg hafi verið notað til djúpsteikingar til 1970 sem sé mun betri kostur, því það þoli hita án þess að eyðileggjast. Hann mælir því með að nota fitu eins og nautatólg og avókadó olíu við steikingu. Kristján Þór bendir jafnframt á að hlutfall omega 6 fitusýra sé allt of hátt í fæði okkar gagnvart omega 3 fitusýrum og þessar fræolíur innihaldi hátt hlutfall þeirra fyrrnefndu. Sex atriði sem ógna heilsunni „Ef ég ætti að segja á einfaldan hátt hvað er það sem ógnar eða ákvarðar heilsu þá er það er lélegt matarræði, hreyfingarleysi, langvinn streita, of lítill eða lélegur svefn, það er náttúruleysi – náttúran er gífurlega öflug í því hvernig hún hefur áhrif á genin okkar, tjáningu þeirra, líðan og hormóna. Svo er það efnasúpan,“ segir Kristján. „Það er augljóst að við búum í umhverfi sem hentar ekki líffræðinni okkar. Við eigum að setja okkur reglur og segja þær við okkur, svona persónulegt gildakerfi, til dæmis ég reyki ekki, ég drekk áfengi í hófi, ég borða ekki gervimat, ég reyni að borða eins hreinan mat og ég get og ég drekk ekki sykur.“ Spurður út í hvernig breytingar við þurfum til að snúa við þessari þróun segir Kristján að við höfum tækifæri til að setja stefnu. „Við þurfum að breyta módelinu hvað varðar langvinna sjúkdóma, við þurfum að fyrirbyggja að svona margir verði veikir. Við þurfum að breyta samfélaginu þannig að færri verði veikir. Draumurinn minn væri að fólk hefði allar upplýsingar til að bera ábyrgð á eigin heilsu. Við þurfum að passa upp á að skólamaturinn sé hollur, við þurfum að búa til umhverfi þar sem börnum finnst ekki eðlilegt að drekka sykrað gos og nammi oft í viku, og umhverfi þar sem börnin njóta sín í hreyfingu en eru ekki í kyrrsetu og skjátækjum.“ Kristján bætir við að merkja þurfi gjörunnin matvæli og jafnvel setja á sykurskatt. Það þurfi einnig að banna sölu á gjörunnum matvælum þar sem börn eru aðalkaupendur eins og í íþróttahúsunum. Allt morgunkorn er gjörunnin matvæli Kristján klykkir síðan út með góðum ráðum fyrir daginn, fyrsta máltíð dagsins sé lykilatriði til að vera ekki í eilífum blóðsykurssveiflum yfir daginn. „Allt morgunkorn flokkast sem gjörunnin matvæli. Blóðsykurinn rýkur upp af þessu og svo kemur þörf í meira. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins til að fá ekki þennan sykurtopp og byrja rússíbanann yfir daginn.“ Kristján segir að ef fólk vilji borða hafragraut í morgunmat mælir hann með smá fitu og próteini til að koma í veg fyrir blóðsykurhækkun. Egg og grísk jógúrt séu líka góður morgunmatur. Nálgast má fleiri þætti úr Heilsuvarpinu á vefsíðu Tals.
Heilsa Hlaðvörp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira