Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2024 15:39 Enn flæðir hraun úr eldgosinu. Vísir/Vilhelm Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Virknin í þeim hefur verið nokkuð stöðug frá því í nótt en mesta virknin samkvæmt tilkynningunni er í gígnum sem er í miðjunni. Þá segir að litlar breytingar hafi mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið sé þannig aðallega í vestur og renni frá gígnum í miðjunni. Hraun frá syðri og nyrðri hluta gossprungunnar rennur að mestu leyti til austurs og ógnar engum innviðum þar. Dregið úr hraunrennsli Þá kemur fram í tilkynningunni að töluvert hafi hægt á framrás hraunsins norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hrauntungan hafi þar mætt fyrirstöðu í landslaginu og dreifi því úr sér til norðurs frá varnargörðunum og þykknar. „Miðað við upphafsfasa eldgossins hefur dregið mikið úr hraunrennsli frá gossprungunni en þó er enn töluvert flæði frá virku gígunum, sérstaklega til vesturs,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að land haldi áfram að síga í Svartsengi sem sé í samræmi við það að talsvert flæði sé enn í gosinu. Á fyrstu klukkustundum gossins flæddu um tíu milljón rúmmetrar af kviku úr kvikuhólfinu sem er um helmingur af því rúmmáli sem hafði safnast í hólfið síðan í síðasta eldgosi. Búast má við því að land haldi áfram að síga á meðan flæðið í eldgosinu helst hátt. Uppfært hættumat Þá hefur hættumat á svæðinu verið uppfært og gildir til mánudags. Helsta breytingin er sú að heildarhætta á svæði 4, Grindavík, er nú metin töluverð. Gasdreifingarspá í dag er norðaustlæg átt og á morgun berst gasmengun til suðvesturs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá á vef okkar. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Virknin í þeim hefur verið nokkuð stöðug frá því í nótt en mesta virknin samkvæmt tilkynningunni er í gígnum sem er í miðjunni. Þá segir að litlar breytingar hafi mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið sé þannig aðallega í vestur og renni frá gígnum í miðjunni. Hraun frá syðri og nyrðri hluta gossprungunnar rennur að mestu leyti til austurs og ógnar engum innviðum þar. Dregið úr hraunrennsli Þá kemur fram í tilkynningunni að töluvert hafi hægt á framrás hraunsins norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hrauntungan hafi þar mætt fyrirstöðu í landslaginu og dreifi því úr sér til norðurs frá varnargörðunum og þykknar. „Miðað við upphafsfasa eldgossins hefur dregið mikið úr hraunrennsli frá gossprungunni en þó er enn töluvert flæði frá virku gígunum, sérstaklega til vesturs,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að land haldi áfram að síga í Svartsengi sem sé í samræmi við það að talsvert flæði sé enn í gosinu. Á fyrstu klukkustundum gossins flæddu um tíu milljón rúmmetrar af kviku úr kvikuhólfinu sem er um helmingur af því rúmmáli sem hafði safnast í hólfið síðan í síðasta eldgosi. Búast má við því að land haldi áfram að síga á meðan flæðið í eldgosinu helst hátt. Uppfært hættumat Þá hefur hættumat á svæðinu verið uppfært og gildir til mánudags. Helsta breytingin er sú að heildarhætta á svæði 4, Grindavík, er nú metin töluverð. Gasdreifingarspá í dag er norðaustlæg átt og á morgun berst gasmengun til suðvesturs í átt að Grindavík og Svartsengi. Ekki er búist við gróðureldum. Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá á vef okkar. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09
Gosið gætið varað í nokkrar vikur Deildarstjóri á Veðurstofu Íslands segir mögulegt að eldgosið vari í nokkrar vikur. Aldrei hafi hrauntunga flætt lengra til vesturs en sú sem hæfði bílastæði Bláa lónsins í dag. 21. nóvember 2024 19:14
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent