Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 11:18 Orri Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum umspil í lok mars, um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Getty/Stefan Ivanovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspilinu um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02
Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28