Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2024 09:30 Elmar Gauti Halldórsson mætir Gabríel M. Róbertssyni á Icebox í kvöld. vísir/stöð 2 sport Hnefaleikaviðburðurinn Icebox verður haldinn í sjöunda sinn í kvöld. Herlegheitin fara fram í Kaplakrika og verða sýnd beint á Stöð 2 Sport. Skipuleggjandi Icebox lofar góðri skemmtun og mikilli sýningu. Icebox hefur fest sig í sessi sem íþróttaviðburður hér á landi og hann er alltaf að verða stærri. Sjö bardagar eru á dagskránni í kvöld auk tónlistaratriða. Bardagar kvöldsins Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr) „Algjörri sprengju,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason, skipuleggjandi Icebox, í samtali við Vísi, aðspurður við hverju áhorfendur megi búast í kvöld. „Það er alltaf skemmtilegast að vera á staðnum en útsendingin síðast var alveg sturluð þannig það má búast við því sama aftur. Þetta verður veisla. Bardagarnir eru mjög skemmtilegir og tónlistaratriðin risastór.“ Að sögn Davíðs verður Icebox í kvöld það stærsta til þessa. „Ég fór upp í hámarksáhorfendafjölda síðast og ég er að gera það aftur. Miðasala gengur rosalega vel og það má búast við fjölmenni og enn stærri sýningu. Ég er að gefa svolítið í þegar kemur að sýningunni,“ sagði Davíð en meðal þeirra sem troða upp í Kaplakrika í kvöld eru Floni og Herra hnetusmjör. Icebox er hugarfóstur Davíðs Rúnars Bjarnasonar.vísir/arnar Davíð kveðst stoltur af því að Ísland geti haldið hnefaleikaviðburð af þessari stærðargráðu. „Icebox er áhugamannahnefaleikaviðburður og eftir því sem ég kemst næst, stærsti staki áhugamannahnefaleikaviðburðurinn í Evrópu. Það er ekkert stakt kvöld í Evrópu af þessari stærðargráðu. Það eru kannski rétt tvö þúsund manns á einhverjum kvöldum í Bretlandi en litla Ísland er að fara vel yfir það þannig þetta er virkilega stórt og flott á allan hátt og gaman að eiga þetta og skipuleggja. Það er klikkað að sjá að Ísland geti þetta því það er klárlega áhugi fyrir þessu og hann eykst klárlega með hverjum viðburðinum,“ sagði Davíð. Hvað bardaga kvöldsins varðar segir Davíð vert að hafa augun á tveimur af stjörnum síðustu bardagakvölda, Eriku Nóttar Einarsdóttur og Elmars Gauta Halldórssonar. Þá ríki mikil spenna fyrir lokabardaga kvöldsins, milli Hafþórs Magnússonar og Ibrahims Kolbeins Jónssonar. Eriku Nótt Einarsdóttur er spáð mikilli velgengni í framtíðinni. Hún varð Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.vísir/einar „Þetta eru andlit sem fólk er farið að þekkja. Það er einn kvennabardagi þar sem Erika Nótt mætir Hildi Kristínu. Þær voru liðsfélagar lengi vel og hafa mæst oft en eru að mætast aftur. Í bardaganum sem er þar á eftir er svo Elmar Gauti, sem allir sem fylgjast með boxi þekkja. Hann er í 75 kg flokki en er að keppa á móti strák sem er 86 kg [Gabríel M. Róbertsson]. Það verður áhugavert að sjá,“ sagði Davíð. „Aðalbardagi kvöldsins er eitthvað sem þeir sem eru í boxinu og þekkja vel til hafa beðið lengi eftir: Hafþór Magnússon á móti Ibrahim Kolbeini. Það verður sprengja,“ bætti Davíð við. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Icebox hefur fest sig í sessi sem íþróttaviðburður hér á landi og hann er alltaf að verða stærri. Sjö bardagar eru á dagskránni í kvöld auk tónlistaratriða. Bardagar kvöldsins Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr) „Algjörri sprengju,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason, skipuleggjandi Icebox, í samtali við Vísi, aðspurður við hverju áhorfendur megi búast í kvöld. „Það er alltaf skemmtilegast að vera á staðnum en útsendingin síðast var alveg sturluð þannig það má búast við því sama aftur. Þetta verður veisla. Bardagarnir eru mjög skemmtilegir og tónlistaratriðin risastór.“ Að sögn Davíðs verður Icebox í kvöld það stærsta til þessa. „Ég fór upp í hámarksáhorfendafjölda síðast og ég er að gera það aftur. Miðasala gengur rosalega vel og það má búast við fjölmenni og enn stærri sýningu. Ég er að gefa svolítið í þegar kemur að sýningunni,“ sagði Davíð en meðal þeirra sem troða upp í Kaplakrika í kvöld eru Floni og Herra hnetusmjör. Icebox er hugarfóstur Davíðs Rúnars Bjarnasonar.vísir/arnar Davíð kveðst stoltur af því að Ísland geti haldið hnefaleikaviðburð af þessari stærðargráðu. „Icebox er áhugamannahnefaleikaviðburður og eftir því sem ég kemst næst, stærsti staki áhugamannahnefaleikaviðburðurinn í Evrópu. Það er ekkert stakt kvöld í Evrópu af þessari stærðargráðu. Það eru kannski rétt tvö þúsund manns á einhverjum kvöldum í Bretlandi en litla Ísland er að fara vel yfir það þannig þetta er virkilega stórt og flott á allan hátt og gaman að eiga þetta og skipuleggja. Það er klikkað að sjá að Ísland geti þetta því það er klárlega áhugi fyrir þessu og hann eykst klárlega með hverjum viðburðinum,“ sagði Davíð. Hvað bardaga kvöldsins varðar segir Davíð vert að hafa augun á tveimur af stjörnum síðustu bardagakvölda, Eriku Nóttar Einarsdóttur og Elmars Gauta Halldórssonar. Þá ríki mikil spenna fyrir lokabardaga kvöldsins, milli Hafþórs Magnússonar og Ibrahims Kolbeins Jónssonar. Eriku Nótt Einarsdóttur er spáð mikilli velgengni í framtíðinni. Hún varð Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.vísir/einar „Þetta eru andlit sem fólk er farið að þekkja. Það er einn kvennabardagi þar sem Erika Nótt mætir Hildi Kristínu. Þær voru liðsfélagar lengi vel og hafa mæst oft en eru að mætast aftur. Í bardaganum sem er þar á eftir er svo Elmar Gauti, sem allir sem fylgjast með boxi þekkja. Hann er í 75 kg flokki en er að keppa á móti strák sem er 86 kg [Gabríel M. Róbertsson]. Það verður áhugavert að sjá,“ sagði Davíð. „Aðalbardagi kvöldsins er eitthvað sem þeir sem eru í boxinu og þekkja vel til hafa beðið lengi eftir: Hafþór Magnússon á móti Ibrahim Kolbeini. Það verður sprengja,“ bætti Davíð við. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr)
Box Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira