Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 18:13 Viktor Gyokeres skoraði fernu fyrir Svía í gær og varð markahæsti leikmaður Þjóðadeildarinnar. Getty/Michael Campanella Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið ákvörðun með leik Rúmeníu og Kósóvó sem var hætt þegar Kósóvómenn gengu af velli eftir kynþáttaníð rúmenskra áhorfenda. UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira