Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 19:16 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla. „Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Sjá meira
„Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport