Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 14:46 Íslenska landsliðið endar í 2. eða 3. sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildar en samkvæmt reglum UEFA er dýrmætara að vinna riðil í D-deild, varðandi að komast í HM-umspilið. Getty/Filip Filipovic Þrátt fyrir að hafa spilað í D-deild Þjóðadeildarinnar er San Marínó nær því en Ísland að komast varaleiðina inn í umspilið um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira