Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar 19. nóvember 2024 10:32 Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Svarið við þessari spurningu er flestum augljóst: já, auðvitað viljum við það. En þegar við lítum nánar á stöðuna í dag, getum við þá sagt að lífsgæði okkar séu eins góð og þau gætu verið? Margir upplifa þvert á móti að þau séu skert vegna hárra vaxta, sívaxandi verðbólgu og húsnæðisvanda sem hefur verið landlægur í áratugi. Þetta eru flókin vandamál, en þau hafa þróast yfir langan tíma og nú virðast þau mynda ósnertanlegan hnút sem enginn stjórnmálamaður virðist geta leyst. Húsnæðisvandi sem aldrei virðist leysast Eitt augljósasta dæmið er byggingarskorturinn, sem hefur plagað landið frá fjármálahruninu 2008-2010. Af hverju hefur ekki tekist að leysa þennan vanda? Aðstæður á Íslandi gera byggingarframkvæmdir vissulega krefjandi, en hvers vegna eru þær svo dýrar og tímafrekar í samanburði við nágrannalönd okkar? Í Færeyjum sjáum við dæmi um hraða og skilvirka framkvæmd á innviðum, en hér virðast bæði framkvæmdir og stjórnsýslan draga lappirnar. Þetta á einnig við um vegakerfið okkar. Þrátt fyrir harðbýlt veðurfar virðast staðlar sem notaðir eru í vega- og innviðagerð oft ekki henta íslenskum aðstæðum. Þessir þættir, sem ættu að vera leysanlegir með skynsamlegum aðgerðum, hafa orðið að langvarandi vandamálum vegna skorts á pólitískri getu og framsýni. Vantraust á valdhafa Íslensk stjórnmál hafa í langan tíma verið eins og hringekja þar sem sömu flokkarnir skiptast á völdum. Þrátt fyrir tíðar kosningar og loforð um breytingar virðist lítið breytast í raun. Kjósendur upplifa oft að þeir séu sviknir, þar sem stjórnmálamenn virðast ekki axla ábyrgð á eigin gjörðum. Áberandi dæmi um þetta er mál Íslandsbanka. Ríkið seldi hluta eignar sinnar í bankanum á umdeildan hátt, þar sem faðir formanns Sjálfstæðisflokksins var meðal kaupanda. Þrátt fyrir mikil mótmæli tóku stjórnvöld ekki ábyrgð, og enginn axlaði afleiðingar málsins. Hvers vegna var Landsdómur ekki nýttur í þessu tilviki? Sama má segja um atburðarásina sem fylgdi þegar sami formaður tók við embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir mikla andstöðu almennings. Þetta eru dæmi sem styrkja upplifun kjósenda af skeytingarleysi valdhafa. Hvað er til ráða? Ef við viljum góð lífsgæði á Íslandi er ljóst að breytinga er þörf. Það kallar á nýja hugsun og nýtt fólk í stjórnmálum – einstaklinga og flokka sem bera raunverulega ábyrgð gagnvart almenningi og eru óháðir sérhagsmunum. Það eru til flokkar sem leggja áherslu á þessi gildi, en breytingar byrja á kjósendum. Við þurfum að hugsa vel um hvaða einstaklinga og flokka við setjum í ábyrgðarstöður. Lausnin liggur í lýðræðinu: Gefum nýjum flokkum og ferskum hugmyndum tækifæri. Veljum einstaklinga sem eru reiðubúnir að axla ábyrgð og starfa í þágu almennings. Höfnum þeim sem hafa sýnt vanhæfni til að leysa þau vandamál sem hafa hrjáð okkur árum saman. Tími til breytinga Næstu kosningar eru mikilvægasta tækifæri okkar til að móta framtíðina. Hugsaðu vel um hverja þú kýst til áhrifa. Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ef svarið er já, þá þurfum við að kjósa með breytingar í huga. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut og látið vanhæfa stjórnmálamenn stjórna framtíð okkar. Nú er tíminn til að taka málin í eigin hendur og gera raunverulegar breytingar. Höfundur skipar fjórða sæti í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkurinn.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun