Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 09:28 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu af Lars Lagerbäck. Getty/Stu Forster Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fær rúmar 12 milljónir íslenskra króna vegna árangurs liðsins í Þjóðadeildinni. Erling Haaland og félagar í norska liðinu léku í B-deild líkt og Íslendingar á þessari leiktíð, en í riðli 3. Þeir náðu að vinna sinn riðil, með því að vinna 5-0 sigur gegn Kasakstan í lokaumferðinni á sunnudag á sama tíma og Austurríki mistókst að vinna Slóveníu á heimavelli. Norðmenn enduðu með þrettán stig á toppi riðilsins og eina tapið þeirra, 5-1 skellurinn gegn Austurríki, kom á endanum ekki að sök. Sigurinn í riðlinum kemur Noregi upp í A-deild. Fyrir að vinna riðilinn fær norska knattspyrnusambandið svo peningabónus frá UEFA, sem norska sambandið hefur nú upplýst að nemi 17,5 milljónum norskra króna, eða um 215 milljónum íslenskra króna. Norska sambandið segir að af þessari upphæð fái Solbakken eina milljón norskra króna, eða rúmar 12 milljónir íslenskra króna, samkvæmt samningi. Leikmenn fengu þrjátíu prósent Solbakken hefur áður sagt frá því að hann sé með sex milljónir norskra króna í grunnlaun á ári, eða tæpar 74 milljónir íslenskra króna. Takist honum að koma Noregi á HM 2026 fær hann jafnvirði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna aukalega í sinn vasa. Leikmenn norska landsliðsins deila á milli sín 30% af þeim 215 íslensku milljónum sem fengust fyrir að vinna riðilinn. Þeir deila því á milli sín jafnvirði 64,5 milljóna íslenskra króna. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins segir kærkomið að fá peninga fyrir að vinna riðilinn eftir kostnaðasamt ár. Þar telji ferðalög einna mest og þá ekki síst leiguflugið til Kasakstan í september. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Erling Haaland og félagar í norska liðinu léku í B-deild líkt og Íslendingar á þessari leiktíð, en í riðli 3. Þeir náðu að vinna sinn riðil, með því að vinna 5-0 sigur gegn Kasakstan í lokaumferðinni á sunnudag á sama tíma og Austurríki mistókst að vinna Slóveníu á heimavelli. Norðmenn enduðu með þrettán stig á toppi riðilsins og eina tapið þeirra, 5-1 skellurinn gegn Austurríki, kom á endanum ekki að sök. Sigurinn í riðlinum kemur Noregi upp í A-deild. Fyrir að vinna riðilinn fær norska knattspyrnusambandið svo peningabónus frá UEFA, sem norska sambandið hefur nú upplýst að nemi 17,5 milljónum norskra króna, eða um 215 milljónum íslenskra króna. Norska sambandið segir að af þessari upphæð fái Solbakken eina milljón norskra króna, eða rúmar 12 milljónir íslenskra króna, samkvæmt samningi. Leikmenn fengu þrjátíu prósent Solbakken hefur áður sagt frá því að hann sé með sex milljónir norskra króna í grunnlaun á ári, eða tæpar 74 milljónir íslenskra króna. Takist honum að koma Noregi á HM 2026 fær hann jafnvirði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna aukalega í sinn vasa. Leikmenn norska landsliðsins deila á milli sín 30% af þeim 215 íslensku milljónum sem fengust fyrir að vinna riðilinn. Þeir deila því á milli sín jafnvirði 64,5 milljóna íslenskra króna. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins segir kærkomið að fá peninga fyrir að vinna riðilinn eftir kostnaðasamt ár. Þar telji ferðalög einna mest og þá ekki síst leiguflugið til Kasakstan í september.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira