Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Heiðar Sumarliðason skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Dagmar er leikin af Trine Dyrholm. Danska kvikmyndin Stúlkan með nálina (The Girl with the Needle/Pigen med nålen) er söguleg sálfræði hrollvekja sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Leikstjóri hennar er Magnus von Horn, en hann skrifaði handritið ásamt Line Langebek. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum um Dagmar Overbye, sem gaf sig út fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Aðrar persónur myndarinnar eru hinsvegar hreinn skáldskapur. Sagan fjallar þó að mestu um Karoline (Vic Carmen Sonne), unga saumakonu í Kaupmannahöfn eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem reynir að framfleyta sér eftir að eiginmaður hennar er talinn af. Hún hefur ástarsamband við yfirmann sinn og verður í kjölfarið ólétt. Áhorfendur eru fljótir að átta sig á því hvernig samband þeirra mun enda. Vic Carmen Sonne leikur Karoline. Ólétt og ein, reynir Karoline að framkvæma þungunarrof í baðhúsi, sem mistekst. Í næsta baði er kona að nafni Dagmar (Trine Dyrholm), sem kemur henni til aðstoðar. Í ljós kemur að Dagmar, fyrir einskæra tilviljun, rekur leynilega ættleiðingarþjónustu fyrir konur í neyð. Hún segist koma lausleika börnum fyrir hjá góðu fólki í frjósemisvanda, læknum og lögfræðingum og öðrum mektarfólki, og það fyrir þóknun. Að sjálfsögðu er ekki allt eins og það sýnist. Tvær leiðir til að fjalla um myndina Það eru í raun tvær leiðir sem hægt er að tækla þennan pistil minn. Ég get ritað nákvæmlega sama dóm og allir gagnrýnendur hafa hingað til gert, sem er á þessa leið: Leikstjórn von Horn er aðdáunarverð, en hann skapar drungalega og ógnvekjandi stemningu sem fangar áhorfandann frá upphafi til enda. Notkun hans á hinu svarthvíta myndmáli og áhrifaríkri tónlist, eftir Frederikke Hoffmeier, eykur á áhrif myndarinnar og skapar martraðarkennda upplifun. Leikur Vic Carmen Sonne sem Karoline er áhrifamikill; hún túlkar persónu sína af næmni og dýpt sem gerir áhorfendum kleift að tengjast baráttu hennar og tilfinningum. Trine Dyrholm er einnig frábær í hlutverki Dagmar, þar sem hún nær að skapa persónu sem er bæði heillandi og ógnvekjandi. Handritið er vel uppbyggt og heldur spennu og áhuga áhorfenda mest allan tímann (þó það sé öðru hvoru fyrirsjáanlegt og seigt). Myndin tekst á við þemu eins og fátækt, örvæntingu og siðferðileg álitamál á áhrifaríkan hátt, án þess að falla í klisjur eða ofureinföldun. Þrátt fyrir allt þetta hefur engin kvikmynd sem ég hef áður séð komið mér úr jafnvægi líkt og Stúlkan með nálina og væri ég sáttastur hefði ég aldrei séð hana. Ekki sú mynd sem fólki er seld Sjálfur reyni ég að horfa sem minnst á stiklur mynda áður en ég fer á þær, því þær gefa oft of miklar upplýsingar (halló Dýrið) eða skakka mynd af því sem er í boði (halló Bikeriders). Ég horfði því ekki á stiklu The Girl with the Needle áður en ég sá hana. Ég vissi þó að hún fjallaði um eitthvað tengt konum sem eru óléttar að börnum sem þær vilja ekki eiga. Svo er líkt og titillinn Stúlkan með nálina vísi í einhverskonar þungunarrof (sem hann gerir, ásamt því að vísa í að aðalpersónan vinnur sem saumakona). Ég hugsaði því með mér að þessi stúlka með nálina væri að aðstoða konur við að framkvæma þungunarrof á tímum sem slíkt var ólöglegt. Og eftir að hafa horft á stikluna er ljóst að sá grunur minn var á rökum reistur. Það er líkt og hér eigi að deila á löggjöf um þungunarrof og fjalla um konur sem framkvæma slíkt fyrir stúlkur í neyð. Ég er svo sannarlega ekki einn um þá hugmynd því bíófélagi minn hélt það einnig. Þessi nál sem er sett í forgrunn hér er afvegaleiðing og fær áhorfendur til að halda að myndin fjalli um annað en hún gerir í raun. Það kom svo á daginn er að hún fjallar alls ekkert um það. Og hér koma spillar. Þessi Dagmar sem þiggur pening fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir hjá efnuðu og góðu fólki gerir slíkt alls ekki, heldur deyðir hún þau. Afsakið, en hverjum dettur í hug að gera kvikmynd um ungbarnamorð? Og það kvikmynd sem inniheldur senur þar sem Dagmar murkar úr þeim lífið. Ef ég er að fara á mynd sem inniheldur það að ungabörn eru myrt, þá vil ég vita það fyrir fram og taka ákvörðun um það sjálfur hvort ég hafi áhuga á að sjá hana. Mér var svo brugðið að eftir að myndinni lauk sagði ég við félaga minn: „Hverjum dettur í hug að gera svona kvikmynd?!“ Meira ógeð en The Substance Gagnrýnendur hafa keppst við að segja hve áhrifarík Stúlkan með nálina er og að sjálfsögðu er hún áhrifarík, en hins vegar er einnig mjög áhrifaríkt að láta gangstéttarhellu detta á tærnar sínar. Hef ég áhuga á því? Nei, álíka lítinn og ég hef á að sjá ungbarnamorð á hvíta tjaldinu. Er Stúlkan með nálina hins vegar góð kvikmynd? Já, það er hún. Hún er vel gerð á alla kanta en ég tel þó að megin þorri áhorfenda hafi engan áhuga á því að horfa á ungabörn myrt, því hvet ég fólk til að hugsa sig vel um áður en það fer á þessa mynd. Ég heyrði ekki betur en að t.d. viðmælendur Endastöðvarinnar á Rás 1 í síðustu viku hefðu verið sammála mér. Hér er ekki um að ræða kvikmynd á borð til The Substance, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, sökum þess að fólk hefur verið að gubba og falla í yfirlið á henni. Hér er lítið um þetta svokallaða „body horror“, líkt og í The Substance. Það gubbar sennilega enginn á Stúlkunni með nálina en eftir að hún kláraðist leið mér samt eins og einhver hefði gubbað á sál mína. Niðurstaða: Stúlkan með nálina er ótrúlega vel gerð kvikmynd, en fjallar þó á endanum um eitthvað sem fæstir hafa nokkurn áhuga á að sjá: Ungbarnamorð. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sagan fjallar þó að mestu um Karoline (Vic Carmen Sonne), unga saumakonu í Kaupmannahöfn eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem reynir að framfleyta sér eftir að eiginmaður hennar er talinn af. Hún hefur ástarsamband við yfirmann sinn og verður í kjölfarið ólétt. Áhorfendur eru fljótir að átta sig á því hvernig samband þeirra mun enda. Vic Carmen Sonne leikur Karoline. Ólétt og ein, reynir Karoline að framkvæma þungunarrof í baðhúsi, sem mistekst. Í næsta baði er kona að nafni Dagmar (Trine Dyrholm), sem kemur henni til aðstoðar. Í ljós kemur að Dagmar, fyrir einskæra tilviljun, rekur leynilega ættleiðingarþjónustu fyrir konur í neyð. Hún segist koma lausleika börnum fyrir hjá góðu fólki í frjósemisvanda, læknum og lögfræðingum og öðrum mektarfólki, og það fyrir þóknun. Að sjálfsögðu er ekki allt eins og það sýnist. Tvær leiðir til að fjalla um myndina Það eru í raun tvær leiðir sem hægt er að tækla þennan pistil minn. Ég get ritað nákvæmlega sama dóm og allir gagnrýnendur hafa hingað til gert, sem er á þessa leið: Leikstjórn von Horn er aðdáunarverð, en hann skapar drungalega og ógnvekjandi stemningu sem fangar áhorfandann frá upphafi til enda. Notkun hans á hinu svarthvíta myndmáli og áhrifaríkri tónlist, eftir Frederikke Hoffmeier, eykur á áhrif myndarinnar og skapar martraðarkennda upplifun. Leikur Vic Carmen Sonne sem Karoline er áhrifamikill; hún túlkar persónu sína af næmni og dýpt sem gerir áhorfendum kleift að tengjast baráttu hennar og tilfinningum. Trine Dyrholm er einnig frábær í hlutverki Dagmar, þar sem hún nær að skapa persónu sem er bæði heillandi og ógnvekjandi. Handritið er vel uppbyggt og heldur spennu og áhuga áhorfenda mest allan tímann (þó það sé öðru hvoru fyrirsjáanlegt og seigt). Myndin tekst á við þemu eins og fátækt, örvæntingu og siðferðileg álitamál á áhrifaríkan hátt, án þess að falla í klisjur eða ofureinföldun. Þrátt fyrir allt þetta hefur engin kvikmynd sem ég hef áður séð komið mér úr jafnvægi líkt og Stúlkan með nálina og væri ég sáttastur hefði ég aldrei séð hana. Ekki sú mynd sem fólki er seld Sjálfur reyni ég að horfa sem minnst á stiklur mynda áður en ég fer á þær, því þær gefa oft of miklar upplýsingar (halló Dýrið) eða skakka mynd af því sem er í boði (halló Bikeriders). Ég horfði því ekki á stiklu The Girl with the Needle áður en ég sá hana. Ég vissi þó að hún fjallaði um eitthvað tengt konum sem eru óléttar að börnum sem þær vilja ekki eiga. Svo er líkt og titillinn Stúlkan með nálina vísi í einhverskonar þungunarrof (sem hann gerir, ásamt því að vísa í að aðalpersónan vinnur sem saumakona). Ég hugsaði því með mér að þessi stúlka með nálina væri að aðstoða konur við að framkvæma þungunarrof á tímum sem slíkt var ólöglegt. Og eftir að hafa horft á stikluna er ljóst að sá grunur minn var á rökum reistur. Það er líkt og hér eigi að deila á löggjöf um þungunarrof og fjalla um konur sem framkvæma slíkt fyrir stúlkur í neyð. Ég er svo sannarlega ekki einn um þá hugmynd því bíófélagi minn hélt það einnig. Þessi nál sem er sett í forgrunn hér er afvegaleiðing og fær áhorfendur til að halda að myndin fjalli um annað en hún gerir í raun. Það kom svo á daginn er að hún fjallar alls ekkert um það. Og hér koma spillar. Þessi Dagmar sem þiggur pening fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir hjá efnuðu og góðu fólki gerir slíkt alls ekki, heldur deyðir hún þau. Afsakið, en hverjum dettur í hug að gera kvikmynd um ungbarnamorð? Og það kvikmynd sem inniheldur senur þar sem Dagmar murkar úr þeim lífið. Ef ég er að fara á mynd sem inniheldur það að ungabörn eru myrt, þá vil ég vita það fyrir fram og taka ákvörðun um það sjálfur hvort ég hafi áhuga á að sjá hana. Mér var svo brugðið að eftir að myndinni lauk sagði ég við félaga minn: „Hverjum dettur í hug að gera svona kvikmynd?!“ Meira ógeð en The Substance Gagnrýnendur hafa keppst við að segja hve áhrifarík Stúlkan með nálina er og að sjálfsögðu er hún áhrifarík, en hins vegar er einnig mjög áhrifaríkt að láta gangstéttarhellu detta á tærnar sínar. Hef ég áhuga á því? Nei, álíka lítinn og ég hef á að sjá ungbarnamorð á hvíta tjaldinu. Er Stúlkan með nálina hins vegar góð kvikmynd? Já, það er hún. Hún er vel gerð á alla kanta en ég tel þó að megin þorri áhorfenda hafi engan áhuga á því að horfa á ungabörn myrt, því hvet ég fólk til að hugsa sig vel um áður en það fer á þessa mynd. Ég heyrði ekki betur en að t.d. viðmælendur Endastöðvarinnar á Rás 1 í síðustu viku hefðu verið sammála mér. Hér er ekki um að ræða kvikmynd á borð til The Substance, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, sökum þess að fólk hefur verið að gubba og falla í yfirlið á henni. Hér er lítið um þetta svokallaða „body horror“, líkt og í The Substance. Það gubbar sennilega enginn á Stúlkunni með nálina en eftir að hún kláraðist leið mér samt eins og einhver hefði gubbað á sál mína. Niðurstaða: Stúlkan með nálina er ótrúlega vel gerð kvikmynd, en fjallar þó á endanum um eitthvað sem fæstir hafa nokkurn áhuga á að sjá: Ungbarnamorð.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira