Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 12:46 Piotr Zielinski segir ekkert að því að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir leik. Getty/Twitter Fyrirliðinn Piotr Zielinski og Nicola Zalewski, leikmenn pólska landsliðsins í fótbolta, hafa verið harkalega gagnrýndir fyrir að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir að hafa skíttapað gegn Portúgal, 5-1. Zielinski segir enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“