Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 11:28 Rodrigo Bentancur og Son Heung-Min eru liðsfélagar hjá Tottenham og Son segir hin rasísku ummæli Bentancur engu breyta um þeirra samband. Getty/Charlotte Wilson Enska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rodrigo Bentancur, miðjumann Tottenham í sjö leikja bann vegna rasískra ummæla í garð liðsfélaga hans og fyrirliða Tottenham, Son Heung-min. Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son. Enski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son.
Enski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira