Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Ís­lands í Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Åge Hareide hvíslar skilaboðum til Jóhanns Bergs Guðmundssonar.
Åge Hareide hvíslar skilaboðum til Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Getty/Lokman Ilhan

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, sat ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir svörum á blaðamannafundi í Cardiff í Wales í dag, fyrir leikinn við heimamenn í Þjóðadeildinni annað kvöld. 

Eftir 2-0 sigur Íslands úti í Svartfjallalandi á laugardaginn, og markalaust jafntefli Wales við Tyrkland, er ljóst að Ísland endar í 3. eða 2. sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildarinnar. Mikill munur er á þeim sætum og því mikið í húfi á morgun, en leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Blaðamannafundinn í Wales má sjá á upptöku hér að neðan.

Sigur gegn Wales, í lokaumferðinni á morgun, dugar til að taka 2. sætið af Walesverjum og tryggja að Ísland falli ekki niður í C-deild. Liðið myndi í staðinn spila í umspili í mars um sæti í A-deild á næstu leiktíð.

Jafntefli eða tap þýðir að Ísland endar í 3. sæti og fer í umspil í mars við lið úr C-deild. Sigurliðið í því umspili myndi spila í B-deild á næstu leiktíð en tapliðið í C-deild.

Ísland verður án Loga Tómassonar, hetjunnar úr fyrri leiknum við Wales í haust, vegna leikbanns. Þá meiddist fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í læri snemma leiks í sigrinum gegn Svartfellingum.


Tengdar fréttir

„Spila oftast best þegar ég er reiður“

Ísak Bergmann Jóhannesson átti góða innkomu í leik Íslands og Svartfjallalands í dag. Hann kom með kraft inn á miðjuna og innsiglaði sigur Íslands með marki undir lokin.

Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum

Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×