Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 18. nóvember 2024 21:42 Króatar fagna mikilvægu jöfnunarmarki Josko Gvardiol í kvöld. Getty/Luka Stanzl/ Króatar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum A-deildar Þjóðadeildarinnar í kvöld um leið og þeir stöðvuðu sigurgöngu Portúgala í keppninni. Danir komust einnig áfram eftir markalaust jafntefli á útivelli á móti Serbum í hreinum úrslitaleik um annað sætið á eftir Spánverjum. Serbar enduðu leikinn tíu á móti ellefu. Serbar voru svekktir í leikslok þvi þeir áttu 23 skot á móti aðeins átta frá þeim dönsku sem vörðu stigið sem dugði þeim. 1-1 jafntefli dugði heimamönnum í Króatíu líka á móti Portúgal til að tryggja sér annað sætið en Portúgalar voru búnir að vinna riðilinn fyrir leikinn. Skotar og Pólverjar vonuðust eftir tapi heimamanna en á endanum dugði ekki dramatískur 2-1 sigur Skota á Pólverjum. Portúgalar voru búnir að vinna fimm fyrstu leiki sína í þessari Þjóðadeild en þeir leyfðu sér að hvíla Cristiano Ronaldo, Pedro Neto, Bernardo Silva og Diogo Dalot í kvöld. Bruno Fernandes tók líka út leikbann. Neto, Ronaldo og Silva voru ekki einu sinni á bekknum. Joao Félix kom Portúgal í 1-0 á 33. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir langa sendingu frá Vitinha. Þannig var staðan þar til á 66. mínútu þegar Manchester City maðurinn Josko Gvardiol jafnaði metin. Skömmu áður hafði hann skorað annað mark en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta mark fékk að standa en hann mætti á fjærstöngina og skoraði. Króatar fengu fleiri færi en tókst ekki að tryggja sér sigur. Þeir gerðu þó nóg til að tryggja sér annað sætið í riðlinum og þar með sæti í átta liða úrslitum. John McGinn kom Skotum í 1-0 strax á 3. mínútu eftir stoðsendingu frá Ben Doak og útlitið var gott hjá Skotum eftir að Portúgalar komist yfir. Pólverjum tókst hins vegar að jafna á 59. mínútu með marki Kamil Piatkowski. Skotar voru ekki hættir og Andrew Robertson tryggði þeim sigurinn í uppbótatíma. Þeir fengu hins vegar slæmar fréttir frá Króatíu og komust því ekki áfram. Sigurinn dugar nefnilega ekki Skotum. Þeir enda með átta stig eða stigi minna en Króata. Spánverar unnu 3-2 sigur á Sviss og enduðu því með sextán stig af átján mögulegum í sínum riðli. Pedri klikkaði á víti áður en Yéremi Pino kom Spáni yfir á 32.mínútu. Joel Monteiro jafnaði fyrir Sviss á 63. mínútu en Bryan Gil kom Spáni aftur yfir fimm mínútum síðar. Andi Zeqiri jafnaði með marki úr víti fimm mínútum fyrir leikslok. Bryan Zaragoza skoraði sigurmark Spánverja úr víti á þriðju mínútu í uppbótatíma. Þjóðadeild karla í fótbolta
Króatar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum A-deildar Þjóðadeildarinnar í kvöld um leið og þeir stöðvuðu sigurgöngu Portúgala í keppninni. Danir komust einnig áfram eftir markalaust jafntefli á útivelli á móti Serbum í hreinum úrslitaleik um annað sætið á eftir Spánverjum. Serbar enduðu leikinn tíu á móti ellefu. Serbar voru svekktir í leikslok þvi þeir áttu 23 skot á móti aðeins átta frá þeim dönsku sem vörðu stigið sem dugði þeim. 1-1 jafntefli dugði heimamönnum í Króatíu líka á móti Portúgal til að tryggja sér annað sætið en Portúgalar voru búnir að vinna riðilinn fyrir leikinn. Skotar og Pólverjar vonuðust eftir tapi heimamanna en á endanum dugði ekki dramatískur 2-1 sigur Skota á Pólverjum. Portúgalar voru búnir að vinna fimm fyrstu leiki sína í þessari Þjóðadeild en þeir leyfðu sér að hvíla Cristiano Ronaldo, Pedro Neto, Bernardo Silva og Diogo Dalot í kvöld. Bruno Fernandes tók líka út leikbann. Neto, Ronaldo og Silva voru ekki einu sinni á bekknum. Joao Félix kom Portúgal í 1-0 á 33. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir langa sendingu frá Vitinha. Þannig var staðan þar til á 66. mínútu þegar Manchester City maðurinn Josko Gvardiol jafnaði metin. Skömmu áður hafði hann skorað annað mark en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta mark fékk að standa en hann mætti á fjærstöngina og skoraði. Króatar fengu fleiri færi en tókst ekki að tryggja sér sigur. Þeir gerðu þó nóg til að tryggja sér annað sætið í riðlinum og þar með sæti í átta liða úrslitum. John McGinn kom Skotum í 1-0 strax á 3. mínútu eftir stoðsendingu frá Ben Doak og útlitið var gott hjá Skotum eftir að Portúgalar komist yfir. Pólverjum tókst hins vegar að jafna á 59. mínútu með marki Kamil Piatkowski. Skotar voru ekki hættir og Andrew Robertson tryggði þeim sigurinn í uppbótatíma. Þeir fengu hins vegar slæmar fréttir frá Króatíu og komust því ekki áfram. Sigurinn dugar nefnilega ekki Skotum. Þeir enda með átta stig eða stigi minna en Króata. Spánverar unnu 3-2 sigur á Sviss og enduðu því með sextán stig af átján mögulegum í sínum riðli. Pedri klikkaði á víti áður en Yéremi Pino kom Spáni yfir á 32.mínútu. Joel Monteiro jafnaði fyrir Sviss á 63. mínútu en Bryan Gil kom Spáni aftur yfir fimm mínútum síðar. Andi Zeqiri jafnaði með marki úr víti fimm mínútum fyrir leikslok. Bryan Zaragoza skoraði sigurmark Spánverja úr víti á þriðju mínútu í uppbótatíma.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“