Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:31 Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza byrjuðu að skauta saman fyrr á þessu ári og eru strax farin að ná frábærum árangri. JPHOTOS Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Ítalinn Manuel Piazza verða fyrsta parið í sögunni til að keppa fyrir Íslands hönd á sjálfu Evrópumeistaramótinu á listskautum, eftir að hafa unnið bronsverðlaun á móti í Dortmund um helgina. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins. Skautaíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins.
Skautaíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Sjá meira