Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 09:01 Frá bardaga þeirra Tyson og Paul. Vísir/Getty Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“ Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“
Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira