Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun