Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:33 Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Menning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Airwaves Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun