Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:33 Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Menning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Airwaves Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar