Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:01 K pop stórstjarnan Lisa úr BLACKPINK fer með hlutverk í nýrri seríu af The White Lotus. Gilbert Flores/Billboard via Getty Images Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti. Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti.
Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein