Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun