Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum tvo krefjandi leiki með írska landsliðinu. Getty/Stephen McCarthy Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig.
Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira