Úrslitin réðust á vítaspyrnudómi en kringumstæðurnar verða þó varla furðulegri.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, var líka mjög sár út í leikmann sinn Tyrone Mings eftir leikinn.
Mings ruglaðist algjörlega í ríminu eftir stutta markspyrnu markvarðarins Emiliano Martínez. Hann tók boltann upp og dómarinn gat ekkert annað en dæmt vítaspyrnu.
Unai Emery calls Tyrone Mings error ‘the biggest mistake I witnessed in my career’ after Villa’s Champions League calamity https://t.co/KszaPLY1GG
— Irish Independent Sport (@IndoSport) November 6, 2024
Villa hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í keppninni og það án þess að fá á sig mark.
„Þetta eru algjörlega furðuleg mistök. Þetta eru líka stærstu mistök sem ég hef orðið vitni af á mínum ferli,“ sagði Unai Emery eftir leikinn.
„Svona hefur aðeins gerst einu sinni á minni ævi og það var í dag,“ sagði Emery.
Þýski dómarinn gaf Mings þó ekki gult spjald fyrir að taka boltann upp með höndum en það hefði þýtt annað gula spjaldið hans í leiknum og þar með rautt. Mings slapp því við að gera illt enn verra.
Atvikið gerðist á 52. mínútu leiksins og Hans Vanaken skoraði úr vítinu. Það reyndist vera eina mark leiksins.
Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega atvik.