McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 10:31 Rory McIlroy er búinn að vinna í sveiflunni sinni síðustu vikur og það verður fróðlegt að sjá hverju það skilar þessum vinsæla kylfingi. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy getur orðið besti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í sjötta sinn vinni hann Abú Dabí meistaramótið í þessari viku. Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024 Golf Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024
Golf Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira